Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2022 11:13 Tíu þúsund tonn af þorksi verða í strandveiðipottinum á komandi veiðitímabili. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að ráðherra hafi bætt við 1.500 tonnum í pottinn. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemi því 4,5 prósent og hafi ekki svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Þá segir að ákvörðun Svandísar um að auka leyfilegan heildarafla í strandveiðum sé til að festa þær enn betur í sessi en í dag fái margar fjölskyldur hluta sinna heimilistekna frá strandveiðum. Nú sé fjórtánda strandveiðisumarið að ganga í garð og grunnhugsunin að baki þeim sé að stunda megi veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt en jafnframt opna á möguleika fyrir þau sem ekki hafi yfir aflamarki að ráða á að reyna fyrir sér í sjávarútvegi. Haft er eftir Svandísi í tilkynningunni að hún hafi fengið fjölda erinda frá strandveiðimönnum þar sem hún hafi verið hvött til að taka til skoðunar hvernig bæta megi kerfið þannig að verðmætasköpun verði sem mest og jafnræði landsvæða sem mest. „Þau tilmæli tek ég alvarlega og þessi ákvörðun er liður í þeirri vinnu. Mikilvægt er að strandveiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðuöryggis,“ segir Svandís í tilkynningunni. Sá afli sem er til ráðstöfunar fyrir strandveiðar hverju sinni miðast við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og ákvörðun ráðherra um leyfilegan heildarafla. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. 14. mars 2022 08:31 Stofna Strandveiðifélag Íslands til að berjast fyrir réttinum til handfæraveiða Stofnað hefur verið Strandveiðifélag Íslands en tilgangur þess verður „að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur“. 8. mars 2022 12:36 Þorgerður fékk loðin svör frá Svandísi um hækkun veiðigjalda Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kvað sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag og vildi knýja fram afstöðu ráðherra sjávarútvegsmála, Svandísar Svavarsdóttur, til hækkunar veiðigjalda. 21. febrúar 2022 16:20 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að ráðherra hafi bætt við 1.500 tonnum í pottinn. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemi því 4,5 prósent og hafi ekki svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Þá segir að ákvörðun Svandísar um að auka leyfilegan heildarafla í strandveiðum sé til að festa þær enn betur í sessi en í dag fái margar fjölskyldur hluta sinna heimilistekna frá strandveiðum. Nú sé fjórtánda strandveiðisumarið að ganga í garð og grunnhugsunin að baki þeim sé að stunda megi veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt en jafnframt opna á möguleika fyrir þau sem ekki hafi yfir aflamarki að ráða á að reyna fyrir sér í sjávarútvegi. Haft er eftir Svandísi í tilkynningunni að hún hafi fengið fjölda erinda frá strandveiðimönnum þar sem hún hafi verið hvött til að taka til skoðunar hvernig bæta megi kerfið þannig að verðmætasköpun verði sem mest og jafnræði landsvæða sem mest. „Þau tilmæli tek ég alvarlega og þessi ákvörðun er liður í þeirri vinnu. Mikilvægt er að strandveiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðuöryggis,“ segir Svandís í tilkynningunni. Sá afli sem er til ráðstöfunar fyrir strandveiðar hverju sinni miðast við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og ákvörðun ráðherra um leyfilegan heildarafla.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. 14. mars 2022 08:31 Stofna Strandveiðifélag Íslands til að berjast fyrir réttinum til handfæraveiða Stofnað hefur verið Strandveiðifélag Íslands en tilgangur þess verður „að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur“. 8. mars 2022 12:36 Þorgerður fékk loðin svör frá Svandísi um hækkun veiðigjalda Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kvað sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag og vildi knýja fram afstöðu ráðherra sjávarútvegsmála, Svandísar Svavarsdóttur, til hækkunar veiðigjalda. 21. febrúar 2022 16:20 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. 14. mars 2022 08:31
Stofna Strandveiðifélag Íslands til að berjast fyrir réttinum til handfæraveiða Stofnað hefur verið Strandveiðifélag Íslands en tilgangur þess verður „að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur“. 8. mars 2022 12:36
Þorgerður fékk loðin svör frá Svandísi um hækkun veiðigjalda Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kvað sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag og vildi knýja fram afstöðu ráðherra sjávarútvegsmála, Svandísar Svavarsdóttur, til hækkunar veiðigjalda. 21. febrúar 2022 16:20