BYKO hlýtur Kuðung umhverfisráðuneytisins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2022 13:05 Forstjóri BYKO vonar að viðurkenningin verði líka öðrum fyrirtækjum í byggingariðnaðargreininni hvatning til að nota vistvæn byggingarefni. Vísir/Egill Íslenska byggingavöruverslunin BYKO hlýtur Kuðunginn í ár en það er umhverfisviðurkenning umhverfis-og loftslagsmálaráðuneytisins en hún er veitt í dag, á degi umhverfisins. Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, segir í samtali við fréttastofu að verk sé að vinna innan byggingariðnaðarins því hann standi fyrir gríðarstóru kolefnisspori. Hann vonar að fleiri fyrirtæki innan greinarinnar taki upp vistvæn byggingarefni. Sigurður segir að umhverfisstefna verslunarkeðjunnar sé af tvennum toga. „Annars vegar okkar innra starf; sorpflokkunin, orkuskiptin og hvernig við högum okkur og hvernig við náum niður okkar eigin kolefnisspori og síðan er það hinn vængurinn, sem er ekki síður mikilvægur, og það er að hafa áhrif út á við; til okkar viðskiptavina, hönnuða, arkítekta og fleiri með því að bjóða vistvæn byggingarefni sem uppfylla helstu vistvottunarkerfi eins og BREEAM, merki svansins, Evrópublómið og svo framvegis.“ Síðustu ár hafi heilmikil þekking um umhverfis-og loftslagsmál skapast innan Byko. „Við höfum byggt upp heilmikla þekkingu og ráðgjöf innandyra hjá okkur. Við erum með vottaðan BREEAM sérfræðing sem kemur að borðinu með hönnuðum og verktökum. Við erum að hafa mikil áhrif út á við og inn í samfélagið þegar kemur að byggingum.“ Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, tók við viðurkenningunni.Vísir/Egill Viðurkenningin hafi gríðarlega þýðingu fyrir starfsfólk BYKO. „Fyrst og fremst er hún staðfesting á að við erum á réttri leið og hún hvetur okkur enn frekar áfram. Ég vona svo sannarlega að viðurkenningin muni hafa áhrif á aðra sem koma að byggingariðnaði vegna þess að staðreyndin er sú að byggingariðnaðurinn stendur undir 40% af kolefnisspori heimsins og þar er verk að vinna. Ég segi það oft að ólíkt neysluvörunni þá hefur neytandinn ótal tækifæri til að breyta sinni hegðun en byggingar lifa í hundrað ár og það er ólíklegt að óvistvæn bygging verði vistvæn á líftíma sínum.“ Liður í því minnka kolefnisspor BYKO er að hafa þann háttinn á að flutningar á timbri verði með eins sjálfbærum hætti og unnt er. Í síðustu viku kom flutningaskip í beinni siglingu frá Lettlandi til hafnar á Akureyri með timbur sem stendur til að nýta til uppbyggingar á Norðurlandi. Að sögn forsvarsmanna BYKO sparar þessi nýbreytni m.a. siglingu meðfram Suðurlandi til Reykjavíkur og akstur flutningabíla frá höfuðborginni og norður í land. Um 50 ferðir flutningabíla hefði þurft til að flytja farminn norður. Nemendur útnefndir Varðliðar umhverfisins Nemendur í 7. bekk í Sæmundarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins í dag. Vísir/egill Við þetta sama tækifæri voru nemendur í Sæmundarskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins. Nemendurnir eru í 7. Bekk og unnu verkefnið Hvað get ég gert? En við framkvæmd þess fundu nemendur sjálfir hvað mætti bæta í nærumhverfi þeirra og tóku skref til þess að gera úrbætur. Verkefnin byggja á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og taka meðal annars til úrgangsmála, matarsóunar, skipulagsbreytinga á nærumhverfi og rannsókna á ábyrgri neyslu. Byggingariðnaður Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, segir í samtali við fréttastofu að verk sé að vinna innan byggingariðnaðarins því hann standi fyrir gríðarstóru kolefnisspori. Hann vonar að fleiri fyrirtæki innan greinarinnar taki upp vistvæn byggingarefni. Sigurður segir að umhverfisstefna verslunarkeðjunnar sé af tvennum toga. „Annars vegar okkar innra starf; sorpflokkunin, orkuskiptin og hvernig við högum okkur og hvernig við náum niður okkar eigin kolefnisspori og síðan er það hinn vængurinn, sem er ekki síður mikilvægur, og það er að hafa áhrif út á við; til okkar viðskiptavina, hönnuða, arkítekta og fleiri með því að bjóða vistvæn byggingarefni sem uppfylla helstu vistvottunarkerfi eins og BREEAM, merki svansins, Evrópublómið og svo framvegis.“ Síðustu ár hafi heilmikil þekking um umhverfis-og loftslagsmál skapast innan Byko. „Við höfum byggt upp heilmikla þekkingu og ráðgjöf innandyra hjá okkur. Við erum með vottaðan BREEAM sérfræðing sem kemur að borðinu með hönnuðum og verktökum. Við erum að hafa mikil áhrif út á við og inn í samfélagið þegar kemur að byggingum.“ Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, tók við viðurkenningunni.Vísir/Egill Viðurkenningin hafi gríðarlega þýðingu fyrir starfsfólk BYKO. „Fyrst og fremst er hún staðfesting á að við erum á réttri leið og hún hvetur okkur enn frekar áfram. Ég vona svo sannarlega að viðurkenningin muni hafa áhrif á aðra sem koma að byggingariðnaði vegna þess að staðreyndin er sú að byggingariðnaðurinn stendur undir 40% af kolefnisspori heimsins og þar er verk að vinna. Ég segi það oft að ólíkt neysluvörunni þá hefur neytandinn ótal tækifæri til að breyta sinni hegðun en byggingar lifa í hundrað ár og það er ólíklegt að óvistvæn bygging verði vistvæn á líftíma sínum.“ Liður í því minnka kolefnisspor BYKO er að hafa þann háttinn á að flutningar á timbri verði með eins sjálfbærum hætti og unnt er. Í síðustu viku kom flutningaskip í beinni siglingu frá Lettlandi til hafnar á Akureyri með timbur sem stendur til að nýta til uppbyggingar á Norðurlandi. Að sögn forsvarsmanna BYKO sparar þessi nýbreytni m.a. siglingu meðfram Suðurlandi til Reykjavíkur og akstur flutningabíla frá höfuðborginni og norður í land. Um 50 ferðir flutningabíla hefði þurft til að flytja farminn norður. Nemendur útnefndir Varðliðar umhverfisins Nemendur í 7. bekk í Sæmundarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins í dag. Vísir/egill Við þetta sama tækifæri voru nemendur í Sæmundarskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins. Nemendurnir eru í 7. Bekk og unnu verkefnið Hvað get ég gert? En við framkvæmd þess fundu nemendur sjálfir hvað mætti bæta í nærumhverfi þeirra og tóku skref til þess að gera úrbætur. Verkefnin byggja á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og taka meðal annars til úrgangsmála, matarsóunar, skipulagsbreytinga á nærumhverfi og rannsókna á ábyrgri neyslu.
Byggingariðnaður Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira