Innlent

Tíu sjúk­lingar á Land­spítala nú með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Kona á níræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala síðastliðinn miðvikudag.
Kona á níræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala síðastliðinn miðvikudag. Vísir/Vilhelm

Tíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19, þar af eru sex með virkt smit. Enginn sjúklinganna er á gjörgæslu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en Covid-veikum sjúklingum á Landspítala hefur fækkað mikið síðustu daga og vikur. Spítalinn var þannig færður af hættustigi og á óvissustig í síðustu viku.

Í tilkynningunni segir að kona á níræðisaldri með Covid-19 hafi látist síðastliðinn miðvikudag.

Á vefnum covid.is segir að 112 hafi nú látist á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi heimsfaraldursins. Alls hafa tæplega 185 þúsund manns greinst með sjúkdóminn hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×