Fótbolti

Aubameyang skaut Börsungum aftur á sigurbraut

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eina mark leiksins í kvöld.
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eina mark leiksins í kvöld. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Barcelona er aftur komið á sigurbraut í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 1-0 útisigur gegn Real Sociedad í kvöld.

Pierre-Emerick Aubameyang kom gestunum í Barcelona yfir strax á 11. mínútu eftir stoðsendingu frá Ferran Torres og staðan var 1-0 í hálfleik.

Ekkert var skoraði í síðari hálfleik og niðurstaðan því 1-0 sigur Börsunga. Eftir tap gegn fallbaráttuliði Cadiz í seinustu umferð eru Börsungar komnir aftur á sigurbraut.

Barcelona situr í öðru sæti deildarinnar með 63 stig þegar liðið á sex leiki eftir. Börsungar eru 15 stigum á eftir toppliði Real Madrid og eiga enn tölfræðilega möguleika á spænska meistaratitlinum, en það verður að teljast afar ólíklegt að erkifjendur þeirra klúðri hvonum úr þessu.

Real Sociedad situr hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með 55 stig eftir 33 leiki, en tap kvöldsins gerir það að verkum að erfitt verður fyrir liðið að stela sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×