Innlent

Magnea Gná nýr for­maður Ung Fram­sókn í Reykja­vík

Eiður Þór Árnason skrifar
Magnea Gná Jóhannsdóttir er í þriðja sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Magnea Gná Jóhannsdóttir er í þriðja sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Aðsend

Magnea Gná Jóhannsdóttir var kjörin formaður Ung Framsókn í Reykjavík á aðalfundi félagsins í dag. Magnea tekur við embættinu af Írisi Evu Gísladóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýkjörinn formaður gegnir 3. sæti á lista Framsóknar í borginni.

Magnea hefur verið í stjórn Ung Framsókn frá árinu 2019 og var varaformaður félagsins á síðasta starfsári. Þá var hún kynningarstjóri Sambands ungra Framsóknarmanna á árunum 2019 til 2021.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ung Framsókn í Reykjavík en Magnea er 25 ára meistaranemi við lagadeild Háskóla Íslands og lauk alþjóðlegu stúdentsprófi frá United World College RCN í Noregi árið 2017. Jafnframt hefur Magnea gegnt embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, setið í jafnréttisnefnd SHÍ, stúdenta- og skólaráði UWC RCN og í stjórn MH.

Í stjórn og varastjórn félagsins voru einnig kjörin

  • Björk Jónsdóttir, stjórnmálafræðinemi með viðskiptafræði sem aukagrein
  • Berglind Sunna Bragadóttir, kynningarstjóri
  • Ingvar Andri Magnússon, háskólanemi
  • Unnur Þöll Benediktsdóttir, öldrunarfræðinemi og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna
  • Ágúst Guðjónsson, laganemi
  • Eggert Thorberg, nemi
  • Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, læknisfræðinemi
  • Björn Ívar Björnsson, hagfræðingur
  • Teitur Erlingsson, verkefnastjóri

„Ný stjórn hlakkar til komandi starfsárs. Ung Framsókn í Reykjavík vill berjast fyrir hagsmunum ungs fólks í Reykjavík og vill stíga stór skref til þess að bæta stöðu þess meðal annars með öflugri uppbyggingu húsnæðis, eflingu leikskólastigs og almenningssamgangna,“ segir í tilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×