Innlent

Átta ára fangelsi fyrir skotárás á Egilsstöðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Úr réttarsal á Egilsstöðum þegar aðalmeðferð fór fram.
Úr réttarsal á Egilsstöðum þegar aðalmeðferð fór fram. Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson

Árnmar Jóhannes Guðmundsson hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til manndráps, eftir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Hann var skotinn af lögregluþjóni eftir að hafa farið vopnaður skammbyssu og haglabyssu að húsi barnsföður kærustu sinnar, þar sem hann beindi byssu að tveimur sonum hans.

Niðurstaða dómsins kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en dómur féll í Héraðsdómi Austurlands í dag og hefur ekki verið opinberaður á vef embættisins. Þar segir að skotvopn hans Árnmars hafi verið gerð upptæk og honum gert að greiða skaðabætur og miskabætur.

Árnmar var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagbrot með því að hafa hótað sambýliskonu sinni með byssunni. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúð í Dalseli á Egilsstöðum, undir áhrifum áfengis og vopnaður.

Þegar aðalmeðferð málsins hófst í febrúar sagðist Árnmar ekki hafa ætlað að bana lögregluþjónum þegar hann beindi haglabyssu í átt að þeim. Hann hafði ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Þá neitaði hann því að hafa hótað áðurnefndum drengjum.

Sjá einnig: Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka

Vísir fjallaði ítarlega ummálið þegar aðalmeðferðin fór fram í febrúar.

Þá sagðist Árnmar hafa haft bjór við hönd þetta kvöld og þegar líða fór á það hafi núningur skapast milli hans og kærustu hans, vegna samskipta hennar og áðurnefnds barnsföður. Þá sagðist hann muna lítið eftir það, fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Árnmar sagðist hafa verið brjálaður af reiði.

Hann hafi þó eingöngu ætlað að hræða manninn, ekki bana honum. Hann hafi síðan skotið á bíl hans með bæði haglabyssunni og skammbyssunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.