Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. apríl 2022 10:47 Katrín Jakobsdóttir segir að innganga Finna í Atlantshafsbandalagið hafi áhrif á öryggismál í Evrópu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Stuðningur almennings í Finnlandi við inngöngu hefur aukist gríðarlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Forsætisráðherra Finnlands hefur lýst því yfir að þingið muni afgreiða málið hratt og örugglega, þrátt fyrir hótanir Rússlands um aukna kjarnorkuvirkni við Eystrasaltshafið gangi Svíar og Finnar til liðs við bandalagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var stödd í Finnlandi fyrir stuttu síðan. View this post on Instagram A post shared by Sanna Marin (@sannamarin) „Það fer auðvitað ekki fram hjá nokkrum manni að þessi umræða gríðarlega ofarlega á baugi og vegna þess að sagan er auðvitað dálítið merkileg. Ég meina Finnar hafa auðvitað átt mikil samskipti við nágranna sína í austri sögulega og það er flókin saga. Þá er þetta mjög róttæk breyting ef úr verður að Finnland og mögulega Svíar ákveða að söðla um og ganga í Atlantshafsbandalagið.“ Í úttekt sem finnsk stjórnvöld gerðu vegna hugsanlegrar inngöngu í Atlantshafsbandalagið kemur fram að líklega myndi spennan á milli Rússa og Finna aukast til skamms tíma við inngöngu Finna í bandalagið en til langs tíma myndi inngangan auka öryggi Finna. „Í fyrsta lagi höfum við sagt að við bara styðjum þessi ríki til að taka sínar eigin ákvarðanir í þessum efni. Í öðrum lagi þá er mikilvægt og við erum að vinna í raun og veru okkar áhættumat. Fórum strax af stað í þá vinnu eftir innrásina en það er mikilvægt að taka þá tillit til þess að þetta getur að einhverju leyti breytt svona, hvað getum við sagt, öryggisstrúktúrnum hér í Evrópu.“ NATO Finnland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 19. apríl 2022 23:16 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Stuðningur almennings í Finnlandi við inngöngu hefur aukist gríðarlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Forsætisráðherra Finnlands hefur lýst því yfir að þingið muni afgreiða málið hratt og örugglega, þrátt fyrir hótanir Rússlands um aukna kjarnorkuvirkni við Eystrasaltshafið gangi Svíar og Finnar til liðs við bandalagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var stödd í Finnlandi fyrir stuttu síðan. View this post on Instagram A post shared by Sanna Marin (@sannamarin) „Það fer auðvitað ekki fram hjá nokkrum manni að þessi umræða gríðarlega ofarlega á baugi og vegna þess að sagan er auðvitað dálítið merkileg. Ég meina Finnar hafa auðvitað átt mikil samskipti við nágranna sína í austri sögulega og það er flókin saga. Þá er þetta mjög róttæk breyting ef úr verður að Finnland og mögulega Svíar ákveða að söðla um og ganga í Atlantshafsbandalagið.“ Í úttekt sem finnsk stjórnvöld gerðu vegna hugsanlegrar inngöngu í Atlantshafsbandalagið kemur fram að líklega myndi spennan á milli Rússa og Finna aukast til skamms tíma við inngöngu Finna í bandalagið en til langs tíma myndi inngangan auka öryggi Finna. „Í fyrsta lagi höfum við sagt að við bara styðjum þessi ríki til að taka sínar eigin ákvarðanir í þessum efni. Í öðrum lagi þá er mikilvægt og við erum að vinna í raun og veru okkar áhættumat. Fórum strax af stað í þá vinnu eftir innrásina en það er mikilvægt að taka þá tillit til þess að þetta getur að einhverju leyti breytt svona, hvað getum við sagt, öryggisstrúktúrnum hér í Evrópu.“
NATO Finnland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 19. apríl 2022 23:16 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39
Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 19. apríl 2022 23:16
Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00