Vakthafandi varðstjóri hjá slökkviliðinu staðfestir að tilkynnt hafi verið um mann í sjónum í samtali við fréttastofu en hann gat ekkert sagt frekar til um stöðu mála að svo stöddu.
Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar fóru á staðinn og voru þeir með bát til að aðstoða við leitina og kafara. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út.
Uppfært 18:10
Slökkvilið og lögregla hafa lokið störfum á vettvangi en á tímabili voru fjórir slökkviliðsbílar, þó nokkrir lögreglu- og sjúkrabílar, þyrla Landhelgisgæslunnar og kafarar á svæðinu.
Að sögn varðstjóra höfðu vegfarendur tilkynnt um mann í vandræðum í sjónum og sáu ekki þegar hann fór upp úr.




