Innlent

Maðurinn fannst og aðgerðir afturkallaðar

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Mikill viðbúnaður var á svæðinu. 
Mikill viðbúnaður var á svæðinu. 

Mikill viðbúnaður var við Eiðisgranda vegna tilkynningar um að mann í sjónum á sjötta tímanum í dag. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs var kallað út en þeir afturkallaðir upp úr klukkan sex. Maðurinn hafði þá komið sér upp úr af sjálfsdáðum. 

Vakthafandi varðstjóri hjá slökkviliðinu staðfestir að tilkynnt hafi verið um mann í sjónum í samtali við fréttastofu en hann gat ekkert sagt frekar til um stöðu mála að svo stöddu. 

Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar fóru á staðinn og voru þeir með bát til að aðstoða við leitina og kafara. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. 

Uppfært 18:10

Slökkvilið og lögregla hafa lokið störfum á vettvangi en á tímabili voru fjórir slökkviliðsbílar, þó nokkrir lögreglu- og sjúkrabílar, þyrla Landhelgisgæslunnar og kafarar á svæðinu. 

Að sögn varðstjóra höfðu vegfarendur tilkynnt um mann í vandræðum í sjónum og sáu ekki þegar hann fór upp úr. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×