Menning

Frikki Dór og Britney Spears eru innblástur í myndlistinni

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir vinnur með texta, form og litagleði og sækir meðal annars innblástur í popp kúltúrinn. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST.
Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir vinnur með texta, form og litagleði og sækir meðal annars innblástur í popp kúltúrinn. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST. Vilhelm Gunnarsson/Vísir

Myndlistarkonan Kristín Dóra var skilgreind sem popplistamaður þegar hún var í námi við Listaháskólann. Hún segir mikilvægt að ólíkar stefnur fái að taka pláss í myndlistarheiminum í dag. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti KÚNST en þáttinn má finna í heild sinni neðar í pistlinum.

„Þegar ég hef verið að vinna með popp kúltúr, popp tónlist, popp korn og alls konar þá er það smá mín leið til að réttlæta að popp menning sé alveg jafn mikilvæg og önnur menning,“ 

segir Kristín Dóra, sem leyfir dægurmenningar hlið sinni að skína. „Nú var ég í Versló, elska Frikka Dór, er með gervineglur og ætla alveg að fá að vera þessi týpa sko. Mér finnst það líka svo gott í myndlistar umhverfinu, að það sé pláss fyrir mig og til dæmis popp prinsessur.“

Textabrot hjá popp tónlistarfólki hafa orðið að listaverkum hjá Kristínu Dóru og má þar nefna ódauðlegar tilvitnanir frá Frikka Dór og Britney Spears.

„Britney fær til dæmis að vera á gulli en ekki hvítum pappír eins og önnur orð sem ég hef gert. Kristín Dóra segir að þarna fái gömul hlið að njóta sín frá unglingsárunum. Þá var ég eitthvað smá hrædd við að segja að ég væri enn þá að hlusta á Britney, ég vildi svo mikið vera indie kid á þeim tíma.

En svo kemst maður aldrei frá sjálfri sér!“
Klippa: KÚNST - Kristín Dóra

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir

Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu

Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×