Lífið

Börn leituðu eggja víða um borg

Samúel Karl Ólason skrifar
278493245_493573775736608_710246497652638128_n

Börn leituðu páskaeggja víða um borgina í dag. Sjálfstæðisfélög Reykjavíkur héldu leit á þremur mismundandi stöðum og tóku hátt í þúsund manns þátt í henni.

Leitin var haldin við Gufunesbæ í Grafarvogi, í Elliðarárdal og við Grímsstaðavör á Ægissíðu.

Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að börn og unglingar hafi leitað skreyttra hænueggja sem höfðu verið falin. Fyrir hvert egg sem þau fundu fengu þau svo lítið súkkulaðiegg í staðinn.

„Flestir fundu fleiri en eitt egg og var framkoma þátttakenda til fyrirmyndar þrátt fyrir harða keppni. Á meðan börnin gengu til eggja ræddi fullorðna fólkið saman um landsins gagn og nauðsynjar yfir kaffibolla,“ segir í áðurnefndri tilkynningu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.