Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Snorri Másson skrifar 13. apríl 2022 20:51 Gabríel Benjamin var kjaramálafulltrúi hjá Eflingu þegar honum var sagt upp. Hann er einnig trúnaðarmaður þess starfsfólks hjá Eflingu sem er sjálft félagsmenn hjá VR. Vísir/Arnar Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. Gabríel Benjamin, trúnaðarmaður VR innan Eflingar, hefur starfað hjá Eflingu í tæpt ár. Hann segir Sólveigu Önnu hafa rofið trúnað með því að tjá sig um samkomulag við trúnaðarmenn og telur ljóst að hægt hefði verið að fara aðra leið að sömu markmiðum án þess að ráðast í hópuppsögn. „Mér finnst þetta gífurlega gróft og óforskammað. Ég sé ekki tilganginn með þessu,“ segir Gabríel Benjamin í samtali við fréttastofu. Hann telur að samráðið sem stjórn Eflingar hafði við trúnaðarmenn starfsfólksins sé mögulega ekki gilt sem raunverulegt samráð í laganna skilningi. „Þetta var einhliða ákvörðun, það var ekkert samráð og við munum tilkynna þetta til Vinnumálastofnunar að þetta hafi ekki verið samráðsfundur sem slíkur,“ segir Gabríel. Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hefur eins og öllum verið sagt upp sem starfsmanni. Í samtali við fréttastofu segir hún Sólveigu Önnu í hefndarhug gegn sér og öðru starfsfólki félagsins. „Sú þjónusta sem félagsmenn fá í dag er af skornum skammti og það er á ábyrgð stjórnar Eflingar. Ég veit ekki hvað hún getur gert úr þessu annað en að skammast sín,“ segir Gabríel. Á meðal kosningaloforða Sólveigar Önnu hafi verið að berjast gegn órökstuddum hópuppsögnum atvinnurekenda. Nú sé sjálft stéttarfélagið búið að gefa atvinnurekendum fordæmi um að hægt sé að segja öllum upp og vísa til endurskipulagningar. Það verði notað gegn hreyfingunni. „Það er búið að gengisfella allt sem við höfum unnið að síðasta áratug, bara fyrir egó Sólveigar Önnu,“ segir Gabríel. Íhugar að hætta eftir fimmtán ár Í næstum því þrjátíu þúsund manna stéttarfélagi eru þarfir félagsmanna margvíslegar, hvort sem það eru launamál, veikindi eða bara orlofsbústaðir. Fréttastofa ræddi aðeins við félagsmenn Eflingar í dag á alls konar vinnustöðum. Einn þeirra, pólsk kona sem vann í 12 ár á hótelum en er nú á matsölustað, hefur verið í Eflingu í 15 ár. Hún skilur ekkert í ákvörðun Sólveigar, sem hún óttast að lami starfsemi stéttarfélagsins. Annar félagsmaður, afgreiðslumaður á Nings, íhugar að skipta um stéttarfélag. Sólveig Anna sé ekki hans formaður. Samtölin við þetta fólk má sjá í myndbrotinu hér að ofan. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Gabríel Benjamin, trúnaðarmaður VR innan Eflingar, hefur starfað hjá Eflingu í tæpt ár. Hann segir Sólveigu Önnu hafa rofið trúnað með því að tjá sig um samkomulag við trúnaðarmenn og telur ljóst að hægt hefði verið að fara aðra leið að sömu markmiðum án þess að ráðast í hópuppsögn. „Mér finnst þetta gífurlega gróft og óforskammað. Ég sé ekki tilganginn með þessu,“ segir Gabríel Benjamin í samtali við fréttastofu. Hann telur að samráðið sem stjórn Eflingar hafði við trúnaðarmenn starfsfólksins sé mögulega ekki gilt sem raunverulegt samráð í laganna skilningi. „Þetta var einhliða ákvörðun, það var ekkert samráð og við munum tilkynna þetta til Vinnumálastofnunar að þetta hafi ekki verið samráðsfundur sem slíkur,“ segir Gabríel. Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hefur eins og öllum verið sagt upp sem starfsmanni. Í samtali við fréttastofu segir hún Sólveigu Önnu í hefndarhug gegn sér og öðru starfsfólki félagsins. „Sú þjónusta sem félagsmenn fá í dag er af skornum skammti og það er á ábyrgð stjórnar Eflingar. Ég veit ekki hvað hún getur gert úr þessu annað en að skammast sín,“ segir Gabríel. Á meðal kosningaloforða Sólveigar Önnu hafi verið að berjast gegn órökstuddum hópuppsögnum atvinnurekenda. Nú sé sjálft stéttarfélagið búið að gefa atvinnurekendum fordæmi um að hægt sé að segja öllum upp og vísa til endurskipulagningar. Það verði notað gegn hreyfingunni. „Það er búið að gengisfella allt sem við höfum unnið að síðasta áratug, bara fyrir egó Sólveigar Önnu,“ segir Gabríel. Íhugar að hætta eftir fimmtán ár Í næstum því þrjátíu þúsund manna stéttarfélagi eru þarfir félagsmanna margvíslegar, hvort sem það eru launamál, veikindi eða bara orlofsbústaðir. Fréttastofa ræddi aðeins við félagsmenn Eflingar í dag á alls konar vinnustöðum. Einn þeirra, pólsk kona sem vann í 12 ár á hótelum en er nú á matsölustað, hefur verið í Eflingu í 15 ár. Hún skilur ekkert í ákvörðun Sólveigar, sem hún óttast að lami starfsemi stéttarfélagsins. Annar félagsmaður, afgreiðslumaður á Nings, íhugar að skipta um stéttarfélag. Sólveig Anna sé ekki hans formaður. Samtölin við þetta fólk má sjá í myndbrotinu hér að ofan.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira