Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2022 16:51 Svo virðist sem Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sigli utan landhelgi með yfirlýsingar sínar um að hún hafi komið andstöðu sinni við söluferlið á framfæri og að ekki beri að kenna bankasýslunni einni um: Stjórnmálamenn tóku ákvörðunina. Þá telji hún fráleitt að selja beri Landsbankann en Katrín Jakobsdóttir segir að það hafi hvort sem er aldrei staðið til. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Katrín segir að vitaskuld hafi verið umræður um fyrirkomulag á sölu hluta í Íslandsbanka þar sem ráðherrar lýstu skoðunum sínum. En: „Enginn ráðherra óskaði eftir að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál,“ segir í svari Katrínar. Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, sem birtust í Morgunblaðinu í dag, hafa vakið mikla athygli. En þau Katrín, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sitja í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Lilja hefur sagt að hún hafi komið andstöðu sinni við söluferlið skýrt á framfæri en þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eiga auk Katrínar sæti í ráðherranefnd um efnahagsmál. Katrín kannast ekkert við afstöðu Lilju. Óhætt er að segja að málið hafi hrist upp í stjórnarsamstarfinu.vísir/vilhelm „Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka. Vildi almennt útboð en ekki að bréfin yrðu seld til valins hóps fjárfesta. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ sagði Lilja í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði jafnframt að ekki sé hægt að skella skuldinni á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina, en þar er þá um að ræða Bjarna. Og þá tók Lilja fram að það kæmi ekki til greina í sínum huga að selja Landsbankann. Katrín segir það einfaldlega svo að það hafi aldrei staðið til að selja Landsbankann. „Það hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð í fyrra sinn. Ég tel eðlilegt að geyma allar frekari hugmyndir um sölu á hlutum í Íslandsbanka.“ Katrín segir hennar afstöðu hafa verið þá að ferlið yrði eins gagnsætt og skýrt og upplýsingargjöf væri góð. „Jafnframt lagði ég áherslu á að þingið fengi nægilegan tíma til að skoða málið enda taldi ég að það þyrfti hann til að kynna sér þessa aðferð. Ennfremur - að lokinni sölu - lagði ég mikla áherslu á birtingu lista kaupenda sem fjármálaráðherra birti um leið og hann barst ráðuneytinu.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Katrín segir að vitaskuld hafi verið umræður um fyrirkomulag á sölu hluta í Íslandsbanka þar sem ráðherrar lýstu skoðunum sínum. En: „Enginn ráðherra óskaði eftir að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál,“ segir í svari Katrínar. Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, sem birtust í Morgunblaðinu í dag, hafa vakið mikla athygli. En þau Katrín, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sitja í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Lilja hefur sagt að hún hafi komið andstöðu sinni við söluferlið skýrt á framfæri en þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eiga auk Katrínar sæti í ráðherranefnd um efnahagsmál. Katrín kannast ekkert við afstöðu Lilju. Óhætt er að segja að málið hafi hrist upp í stjórnarsamstarfinu.vísir/vilhelm „Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka. Vildi almennt útboð en ekki að bréfin yrðu seld til valins hóps fjárfesta. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ sagði Lilja í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði jafnframt að ekki sé hægt að skella skuldinni á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina, en þar er þá um að ræða Bjarna. Og þá tók Lilja fram að það kæmi ekki til greina í sínum huga að selja Landsbankann. Katrín segir það einfaldlega svo að það hafi aldrei staðið til að selja Landsbankann. „Það hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð í fyrra sinn. Ég tel eðlilegt að geyma allar frekari hugmyndir um sölu á hlutum í Íslandsbanka.“ Katrín segir hennar afstöðu hafa verið þá að ferlið yrði eins gagnsætt og skýrt og upplýsingargjöf væri góð. „Jafnframt lagði ég áherslu á að þingið fengi nægilegan tíma til að skoða málið enda taldi ég að það þyrfti hann til að kynna sér þessa aðferð. Ennfremur - að lokinni sölu - lagði ég mikla áherslu á birtingu lista kaupenda sem fjármálaráðherra birti um leið og hann barst ráðuneytinu.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32
Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42
Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49