Fjóla svarar ummælum Eddu: „Við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. apríl 2022 13:21 Edda og Fjóla stýrðu saman hlaðvarpinu Eigin konur en því samstarfi lauk svo skyndilega. Eigin konur Fjóla Sigurðardóttir, fyrrum meðstjórnandi Eddu Falak í hlaðvarpinu Eigin konur, birti færslu í dag á Twitter vegna ummæla Eddu í þættinum Aðalpersónur á Stöð 2. Fjóla og Edda stýrðu hlaðvarpinu Eigin konur saman til að byrja með en Edda stjórnar hlaðvarpinu ein í dag í samstarfi við Stundina. Líkt og fjallað var um hér á Lífinu á Vísi sagði Edda meðal annars í viðtali við Lóu Björk Björnsdóttur í þættinum Aðalpersónur: „Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt.“ Hún hélt svo áfram, „Það er framleiðslukostnaður, þú ert með fólk í vinnu við það að klippa þættina. Það er því tímakaup og allskonar kostnaður á bakvið þetta eins og búnaður og annað.“ Fjóla segir að viðtalið hafi farið mikið fyrir brjóstið á sér. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu.“ Þetta viðtal fór virkilega mikið fyrir brjóstið á mér Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar @davidgodith - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu pic.twitter.com/nKupiqKHyb— Fjóla Sigurðardóttir (@fjolasigurdar) April 11, 2022 Hægt er að vera áskrifandi að þættinum Eigin konur og spurði Lóa Eddu út í þá gagnrýni að hún væri að græða á því að vera með þætti eins og Eigin konur. Fjóla segir einnig á Twitter að Edda hafi hent þeim út af Patreon áskriftaraðgöngunum og yfirgefið sameiginlega spjallið þeirra. Við báðum bæði að Edda myndi borga okkur út. Svarið var það að okkur var hent út af öllum aðgöngum (m.a. Patreon sem innihélt allar tekjur) áður en uppgjör átti sér stað og Edda yfirgaf sameiginlegt spjall pic.twitter.com/92sNUC5oUt— Fjóla Sigurðardóttir (@fjolasigurdar) April 11, 2022 Í kjölfarið af viðbrögðum Fjólu fóru af stað umræður um Eddu Falak í athugasemdum við færslurnar. Hér fyrir neðan má sjá brot af viðtali Lóu við Eddu í þættinum Aðalpersónur. Edda vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu þegar leitast var eftir viðbrögðum vegna málsins. Hún sagði í viðtali við DV að ásakanirnar væru ósanngjarnar og ekki sannleikanum samkæmt. „Það er enginn ágreiningur um það að Fjóla og Davíð Goði eiga inni peninga hjá mér og það hefur aldrei staðið annað til að en að það verði gert upp. Hins vegar hafa þau hvorugt verið í sambandi við mig varðandi það uppgjör og því finnst mér þessar árásir á Twitter einkennilegar.“ Davíð Goði skrifar einnig sjálfur um málið á Twitter. „Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk Fjóla Sigurðar er.“ Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk @fjolasigurdar er — Davíð Goði (@davidgodith) April 11, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt“ Lóa Björk Björnsdóttir fór af stað stað með þættina Aðalpersónur á Stöð 2 og Stöð 2+ í síðustu viku. 8. apríl 2022 10:30 Edda Falak til liðs við Stundina Stundin og Edda Falak hafa tekið höndum saman og munu áskrifendur Stundarinnar framvegis hafa aðgang að hlaðvarpsþáttunum Eigin konum sem Edda heldur úti. 16. mars 2022 16:41 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira
Líkt og fjallað var um hér á Lífinu á Vísi sagði Edda meðal annars í viðtali við Lóu Björk Björnsdóttur í þættinum Aðalpersónur: „Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt.“ Hún hélt svo áfram, „Það er framleiðslukostnaður, þú ert með fólk í vinnu við það að klippa þættina. Það er því tímakaup og allskonar kostnaður á bakvið þetta eins og búnaður og annað.“ Fjóla segir að viðtalið hafi farið mikið fyrir brjóstið á sér. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu.“ Þetta viðtal fór virkilega mikið fyrir brjóstið á mér Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar @davidgodith - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu pic.twitter.com/nKupiqKHyb— Fjóla Sigurðardóttir (@fjolasigurdar) April 11, 2022 Hægt er að vera áskrifandi að þættinum Eigin konur og spurði Lóa Eddu út í þá gagnrýni að hún væri að græða á því að vera með þætti eins og Eigin konur. Fjóla segir einnig á Twitter að Edda hafi hent þeim út af Patreon áskriftaraðgöngunum og yfirgefið sameiginlega spjallið þeirra. Við báðum bæði að Edda myndi borga okkur út. Svarið var það að okkur var hent út af öllum aðgöngum (m.a. Patreon sem innihélt allar tekjur) áður en uppgjör átti sér stað og Edda yfirgaf sameiginlegt spjall pic.twitter.com/92sNUC5oUt— Fjóla Sigurðardóttir (@fjolasigurdar) April 11, 2022 Í kjölfarið af viðbrögðum Fjólu fóru af stað umræður um Eddu Falak í athugasemdum við færslurnar. Hér fyrir neðan má sjá brot af viðtali Lóu við Eddu í þættinum Aðalpersónur. Edda vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu þegar leitast var eftir viðbrögðum vegna málsins. Hún sagði í viðtali við DV að ásakanirnar væru ósanngjarnar og ekki sannleikanum samkæmt. „Það er enginn ágreiningur um það að Fjóla og Davíð Goði eiga inni peninga hjá mér og það hefur aldrei staðið annað til að en að það verði gert upp. Hins vegar hafa þau hvorugt verið í sambandi við mig varðandi það uppgjör og því finnst mér þessar árásir á Twitter einkennilegar.“ Davíð Goði skrifar einnig sjálfur um málið á Twitter. „Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk Fjóla Sigurðar er.“ Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk @fjolasigurdar er — Davíð Goði (@davidgodith) April 11, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt“ Lóa Björk Björnsdóttir fór af stað stað með þættina Aðalpersónur á Stöð 2 og Stöð 2+ í síðustu viku. 8. apríl 2022 10:30 Edda Falak til liðs við Stundina Stundin og Edda Falak hafa tekið höndum saman og munu áskrifendur Stundarinnar framvegis hafa aðgang að hlaðvarpsþáttunum Eigin konum sem Edda heldur úti. 16. mars 2022 16:41 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira
„Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt“ Lóa Björk Björnsdóttir fór af stað stað með þættina Aðalpersónur á Stöð 2 og Stöð 2+ í síðustu viku. 8. apríl 2022 10:30
Edda Falak til liðs við Stundina Stundin og Edda Falak hafa tekið höndum saman og munu áskrifendur Stundarinnar framvegis hafa aðgang að hlaðvarpsþáttunum Eigin konum sem Edda heldur úti. 16. mars 2022 16:41