Innlent

Einn fluttur í sjúkra­flugi á Land­spítalann

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Dalvík. Björgunarsveitir frá Dalvík, Siglufirði og Akureyri voru kallaðar út vegna málsins.
Frá Dalvík. Björgunarsveitir frá Dalvík, Siglufirði og Akureyri voru kallaðar út vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Aðgerðum björgunarsveitarmanna í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur lauk nokkru fyrir miðnætti, þar sem þrír bandarískir ferðamenn höfðu lent í snjóflóði um klukkan sjö í gærkvöldi. Einn þeirra var fluttur á Landspítalann með sjúkraflugi og tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Í færslu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra á Facebook segir að viðbragðsaðilar hafi verið komnir í sínar grunnbúðir skömmu fyrir miðnætti.

„Um er að ræða bandaríska ferðamenn sem eru sagðir vera vanir útivistar og fjallamenn. Frekari upplýsingar um málsatvik liggja ekki fyrir að svo komnu en rannsókn heldur áfram í fyrramálið,“ segir í færslunni.

Viðbragðsaðilum barst tilkynning klukkan 19:10 frá einum þeirra sem lenti í flóðinu.

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir í tilkynningu á Facebook að þegar fyrstu viðbragðsaðlar hafi komið á vettvang klukkan 19:55 hafi strax tveir menn fundist og var annar þeirra slasaður. Stuttu seinna fannst sá þriðji í jaðri flóðsins og var hann einnig slasaður.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á áttunda tímanum vegna snjóflóðsins. Hópslysaáætlun almannavarna var svo virkjuð vegna flóðsins og voru björgunarsveitir frá Dalvík, Siglufirði og Akureyri kallaðar út. Er áætlað að um 130 viðbragðsaðilar hafi tekið þátt í aðgerðunum.


Tengdar fréttir

Allir þrír sem lentu í snjó­flóðinu af er­lendu bergi brotnir

Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×