Gústi B gengur til liðs við FM957: „Ég er að demba mér beint í djúpu laugina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2022 14:32 Rikki G er stoltur að fá Gústa B í útvarpið og segir hann yngsta útvarpsmann landsins. Fm957 TikTok stjarnan Gústi B er nýjasti útvarpsmaður FM957. Hann hefur nú þegar hafið störf og verður í loftinu seinni partinn. Á fimmtudögum verður hann svo með sérstakan þátt frá 16 til 18. „Á dögunum tók ég þá ákvörðun að minnka við mig á TikTok en eftir hundrað daga af daglegum myndböndum var það klárlega eitthvað sem ég þurfti. Ég stefni samt á að leyfa TikTok aðdáendum að hafa áhrif á útvarpsþáttinn minn og mun kynna það fyrirkomulag síðar,“ segir Gústi B, fullu nafni Ágúst Beinteinn, í samtali við Lífið. „Ég er að demba mér beint í djúpu laugina og það er vissulega mikið sem ég þarf að læra á næstu vikum. Að verða allt í einu útvarpsmaður er meira en að segja það og næstu vikur fara í það að slípa mig til - þá er gott að hafa Rikka, Egil, Kristínu, Ósk og allt frábæra fólkið á FM mér innan handar.“ Þakklátur fyrir tækifærin Gústi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði og verið reglulegur gestur í útvarpsþáttum FM957. „Þó það sé mikil vinna fram undan þá er þetta auðvitað aðallega skemmtilegt. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þessi tækifæri sem ég hef fengið og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég hætti í Háskólanum til þess að geta elt draumana mína og þeir eru svo sannarlega að rætast núna. Núna fara flestir dagar hjá mér í að undirbúa hvað ég ætla að segja í útvarpinu, talsetja teiknimyndir og svo er ég plötusnúður á kvöldin. Mikil keyrsla en þannig líður mér best - ég gæti aldrei setið kyrr heima,“ segir Gústi. Yngsti útvarpsmaður landsins „Við FM-fjölskyldan erum auðvitað í skýjunum yfir að hafa tryggt okkur starfskrafta Gústa B,“ segir Rikki G dagskrárstjóri FM957 um ráðninguna. „Hann sennilega einn sá þekktasti hjá unga fólkinu í TikTok heiminum og við erum auðvitað bara gríðarlega ánægð með að hann sé kominn til okkar. Hann er aðeins tvítugur að aldri sem gerir hann að yngsta útvarpsmanni landsins, á „prime“ tíma og á einni af stærstu stöðvunum sem er heldur betur afrek út af fyrir sig.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Gústa sem birtist í Ísland í dag fyrr á þessu ári. FM957 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. 30. mars 2022 10:31 Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. 2. mars 2022 21:30 Byrjaði sem markaðsstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu Hann er rétt rúmlega tvítugur en er orðinn ein stærsta TikTok stjarna landsins með yfir 35 þúsund fylgjendur. 16. febrúar 2022 10:31 Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Á dögunum tók ég þá ákvörðun að minnka við mig á TikTok en eftir hundrað daga af daglegum myndböndum var það klárlega eitthvað sem ég þurfti. Ég stefni samt á að leyfa TikTok aðdáendum að hafa áhrif á útvarpsþáttinn minn og mun kynna það fyrirkomulag síðar,“ segir Gústi B, fullu nafni Ágúst Beinteinn, í samtali við Lífið. „Ég er að demba mér beint í djúpu laugina og það er vissulega mikið sem ég þarf að læra á næstu vikum. Að verða allt í einu útvarpsmaður er meira en að segja það og næstu vikur fara í það að slípa mig til - þá er gott að hafa Rikka, Egil, Kristínu, Ósk og allt frábæra fólkið á FM mér innan handar.“ Þakklátur fyrir tækifærin Gústi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði og verið reglulegur gestur í útvarpsþáttum FM957. „Þó það sé mikil vinna fram undan þá er þetta auðvitað aðallega skemmtilegt. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þessi tækifæri sem ég hef fengið og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég hætti í Háskólanum til þess að geta elt draumana mína og þeir eru svo sannarlega að rætast núna. Núna fara flestir dagar hjá mér í að undirbúa hvað ég ætla að segja í útvarpinu, talsetja teiknimyndir og svo er ég plötusnúður á kvöldin. Mikil keyrsla en þannig líður mér best - ég gæti aldrei setið kyrr heima,“ segir Gústi. Yngsti útvarpsmaður landsins „Við FM-fjölskyldan erum auðvitað í skýjunum yfir að hafa tryggt okkur starfskrafta Gústa B,“ segir Rikki G dagskrárstjóri FM957 um ráðninguna. „Hann sennilega einn sá þekktasti hjá unga fólkinu í TikTok heiminum og við erum auðvitað bara gríðarlega ánægð með að hann sé kominn til okkar. Hann er aðeins tvítugur að aldri sem gerir hann að yngsta útvarpsmanni landsins, á „prime“ tíma og á einni af stærstu stöðvunum sem er heldur betur afrek út af fyrir sig.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Gústa sem birtist í Ísland í dag fyrr á þessu ári.
FM957 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. 30. mars 2022 10:31 Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. 2. mars 2022 21:30 Byrjaði sem markaðsstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu Hann er rétt rúmlega tvítugur en er orðinn ein stærsta TikTok stjarna landsins með yfir 35 þúsund fylgjendur. 16. febrúar 2022 10:31 Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. 30. mars 2022 10:31
Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. 2. mars 2022 21:30
Byrjaði sem markaðsstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu Hann er rétt rúmlega tvítugur en er orðinn ein stærsta TikTok stjarna landsins með yfir 35 þúsund fylgjendur. 16. febrúar 2022 10:31