Gústi B gengur til liðs við FM957: „Ég er að demba mér beint í djúpu laugina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2022 14:32 Rikki G er stoltur að fá Gústa B í útvarpið og segir hann yngsta útvarpsmann landsins. Fm957 TikTok stjarnan Gústi B er nýjasti útvarpsmaður FM957. Hann hefur nú þegar hafið störf og verður í loftinu seinni partinn. Á fimmtudögum verður hann svo með sérstakan þátt frá 16 til 18. „Á dögunum tók ég þá ákvörðun að minnka við mig á TikTok en eftir hundrað daga af daglegum myndböndum var það klárlega eitthvað sem ég þurfti. Ég stefni samt á að leyfa TikTok aðdáendum að hafa áhrif á útvarpsþáttinn minn og mun kynna það fyrirkomulag síðar,“ segir Gústi B, fullu nafni Ágúst Beinteinn, í samtali við Lífið. „Ég er að demba mér beint í djúpu laugina og það er vissulega mikið sem ég þarf að læra á næstu vikum. Að verða allt í einu útvarpsmaður er meira en að segja það og næstu vikur fara í það að slípa mig til - þá er gott að hafa Rikka, Egil, Kristínu, Ósk og allt frábæra fólkið á FM mér innan handar.“ Þakklátur fyrir tækifærin Gústi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði og verið reglulegur gestur í útvarpsþáttum FM957. „Þó það sé mikil vinna fram undan þá er þetta auðvitað aðallega skemmtilegt. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þessi tækifæri sem ég hef fengið og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég hætti í Háskólanum til þess að geta elt draumana mína og þeir eru svo sannarlega að rætast núna. Núna fara flestir dagar hjá mér í að undirbúa hvað ég ætla að segja í útvarpinu, talsetja teiknimyndir og svo er ég plötusnúður á kvöldin. Mikil keyrsla en þannig líður mér best - ég gæti aldrei setið kyrr heima,“ segir Gústi. Yngsti útvarpsmaður landsins „Við FM-fjölskyldan erum auðvitað í skýjunum yfir að hafa tryggt okkur starfskrafta Gústa B,“ segir Rikki G dagskrárstjóri FM957 um ráðninguna. „Hann sennilega einn sá þekktasti hjá unga fólkinu í TikTok heiminum og við erum auðvitað bara gríðarlega ánægð með að hann sé kominn til okkar. Hann er aðeins tvítugur að aldri sem gerir hann að yngsta útvarpsmanni landsins, á „prime“ tíma og á einni af stærstu stöðvunum sem er heldur betur afrek út af fyrir sig.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Gústa sem birtist í Ísland í dag fyrr á þessu ári. FM957 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. 30. mars 2022 10:31 Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. 2. mars 2022 21:30 Byrjaði sem markaðsstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu Hann er rétt rúmlega tvítugur en er orðinn ein stærsta TikTok stjarna landsins með yfir 35 þúsund fylgjendur. 16. febrúar 2022 10:31 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
„Á dögunum tók ég þá ákvörðun að minnka við mig á TikTok en eftir hundrað daga af daglegum myndböndum var það klárlega eitthvað sem ég þurfti. Ég stefni samt á að leyfa TikTok aðdáendum að hafa áhrif á útvarpsþáttinn minn og mun kynna það fyrirkomulag síðar,“ segir Gústi B, fullu nafni Ágúst Beinteinn, í samtali við Lífið. „Ég er að demba mér beint í djúpu laugina og það er vissulega mikið sem ég þarf að læra á næstu vikum. Að verða allt í einu útvarpsmaður er meira en að segja það og næstu vikur fara í það að slípa mig til - þá er gott að hafa Rikka, Egil, Kristínu, Ósk og allt frábæra fólkið á FM mér innan handar.“ Þakklátur fyrir tækifærin Gústi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði og verið reglulegur gestur í útvarpsþáttum FM957. „Þó það sé mikil vinna fram undan þá er þetta auðvitað aðallega skemmtilegt. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þessi tækifæri sem ég hef fengið og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég hætti í Háskólanum til þess að geta elt draumana mína og þeir eru svo sannarlega að rætast núna. Núna fara flestir dagar hjá mér í að undirbúa hvað ég ætla að segja í útvarpinu, talsetja teiknimyndir og svo er ég plötusnúður á kvöldin. Mikil keyrsla en þannig líður mér best - ég gæti aldrei setið kyrr heima,“ segir Gústi. Yngsti útvarpsmaður landsins „Við FM-fjölskyldan erum auðvitað í skýjunum yfir að hafa tryggt okkur starfskrafta Gústa B,“ segir Rikki G dagskrárstjóri FM957 um ráðninguna. „Hann sennilega einn sá þekktasti hjá unga fólkinu í TikTok heiminum og við erum auðvitað bara gríðarlega ánægð með að hann sé kominn til okkar. Hann er aðeins tvítugur að aldri sem gerir hann að yngsta útvarpsmanni landsins, á „prime“ tíma og á einni af stærstu stöðvunum sem er heldur betur afrek út af fyrir sig.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Gústa sem birtist í Ísland í dag fyrr á þessu ári.
FM957 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. 30. mars 2022 10:31 Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. 2. mars 2022 21:30 Byrjaði sem markaðsstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu Hann er rétt rúmlega tvítugur en er orðinn ein stærsta TikTok stjarna landsins með yfir 35 þúsund fylgjendur. 16. febrúar 2022 10:31 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. 30. mars 2022 10:31
Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. 2. mars 2022 21:30
Byrjaði sem markaðsstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu Hann er rétt rúmlega tvítugur en er orðinn ein stærsta TikTok stjarna landsins með yfir 35 þúsund fylgjendur. 16. febrúar 2022 10:31