Ögrar staðalmyndum um kynþokka með einstöku fatavali á meðgöngunni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. apríl 2022 07:00 Tónlistarkonan Rihanna fer ótroðnar slóðir í fatavali sínu á meðgöngunni. Tónlistarkonan og töffarinn Rihanna lætur óléttukúluna ekki stoppa sig þegar kemur að djörfu og glæsilegu fatavali á meðgöngunni. Rihanna gengur með sitt fyrsta barn og segist hún um leið reyna að ögra staðalmyndum um kynþokka. Í janúar tilkynnti tónlistarkonan að hún ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky. Síðan þá hefur hún verið óhrædd við að skarta óléttukúlunni hvert sem hún fer og hafa fatasamsetningar hennar verið hver annarri glæsilegri. „Þegar konur verða óléttar lætur samfélagið þeim líða eins og þær þurfi að fela sig og sinn kynþokka því þær séu ekki kynþokkafullar lengur. Við megum ekki trúa þeirri þvælu,“ sagði tónlistarkonan í viðtali við tímaritið ELLE. Sjá einnig: Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni Hún segist vera óhræddari við að prófa nýja hluti í fatavali nú en áður en hún varð ólétt. Því efnisminni, þynnri, götóttari (e. cut-outs) sem flíkurnar séu, því betra. Oft áskorun að klæða sig á þriðja hluta meðgöngunnar „Mér líður mjög fallegri en sú tilfinning kemur að innan. Þú veist að allar þessar breytingar sem líkaminn þinn er að ganga í gegnum eru vegna þess að þú ert að búa til manneskju,“ en hún tekur fram að hún sjái sérstaklega breytingar á andlitslagi sínu og nefi. „Það er þessi óléttuljómi en svo koma líka dagar, sérstaklega á þriðja hluta meðgöngunnar, þar sem þú vaknar og hugsar „oh þarf ég að klæða mig“. Förðunarvörur hjálpa mér vissulega að líða eins og eðlilegri manneskju,“ segir tónlistarkonan sem leggur sérstaka áherslu á rakakrem og skyggingarvörur nú á meðgöngunni. Hér að neðan má finna myndir af einstökum stíl Rihönnu á meðgöngunni. Rihanna talar um að „strappy“ föt séu í sérstöku uppáhaldi á meðgöngunni. Hér má einmitt sjá hana í slíkum flíkum á Fenty viðburði í Los Angeles í febrúar.Getty/Mike Coppola Hér má sjá Rihönnu ásamt verðandi barnsföður sínum, tónlistarmanninum A$AP Rocky, á tískuvikunni á Ítalíu í febrúar.Getty/Victor Boyko Þunnar og efnislitlar flíkur eru í sérstöku uppáhaldi hjá tónlistarkonunni glæsilegu. Hér má sjá hana á tískuvikunni í París í mars.Getty/Edward Berthelot Rihanna og A$AP Rocky voru sérstaklega töff á Off-White sýningunni á tískuvikunni í París.Getty/Pascal Le Segretain Rihanna hefur verið óhrædd við að sýna bera bumbuna á meðgöngunni, enda segir hún það bull og þvælu að óléttar konur eigi að fela kynþokka sinn. Hér má sjá hana á Fenty viðburði í Los Angeles í síðasta mánuði.Getty/Kevin Mazur Rihanna hefur verið sannkallaður tískumógúll síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Því er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með stíl hennar á meðgöngunni.Getty/Arnold Jerocki View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people) Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Í janúar tilkynnti tónlistarkonan að hún ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky. Síðan þá hefur hún verið óhrædd við að skarta óléttukúlunni hvert sem hún fer og hafa fatasamsetningar hennar verið hver annarri glæsilegri. „Þegar konur verða óléttar lætur samfélagið þeim líða eins og þær þurfi að fela sig og sinn kynþokka því þær séu ekki kynþokkafullar lengur. Við megum ekki trúa þeirri þvælu,“ sagði tónlistarkonan í viðtali við tímaritið ELLE. Sjá einnig: Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni Hún segist vera óhræddari við að prófa nýja hluti í fatavali nú en áður en hún varð ólétt. Því efnisminni, þynnri, götóttari (e. cut-outs) sem flíkurnar séu, því betra. Oft áskorun að klæða sig á þriðja hluta meðgöngunnar „Mér líður mjög fallegri en sú tilfinning kemur að innan. Þú veist að allar þessar breytingar sem líkaminn þinn er að ganga í gegnum eru vegna þess að þú ert að búa til manneskju,“ en hún tekur fram að hún sjái sérstaklega breytingar á andlitslagi sínu og nefi. „Það er þessi óléttuljómi en svo koma líka dagar, sérstaklega á þriðja hluta meðgöngunnar, þar sem þú vaknar og hugsar „oh þarf ég að klæða mig“. Förðunarvörur hjálpa mér vissulega að líða eins og eðlilegri manneskju,“ segir tónlistarkonan sem leggur sérstaka áherslu á rakakrem og skyggingarvörur nú á meðgöngunni. Hér að neðan má finna myndir af einstökum stíl Rihönnu á meðgöngunni. Rihanna talar um að „strappy“ föt séu í sérstöku uppáhaldi á meðgöngunni. Hér má einmitt sjá hana í slíkum flíkum á Fenty viðburði í Los Angeles í febrúar.Getty/Mike Coppola Hér má sjá Rihönnu ásamt verðandi barnsföður sínum, tónlistarmanninum A$AP Rocky, á tískuvikunni á Ítalíu í febrúar.Getty/Victor Boyko Þunnar og efnislitlar flíkur eru í sérstöku uppáhaldi hjá tónlistarkonunni glæsilegu. Hér má sjá hana á tískuvikunni í París í mars.Getty/Edward Berthelot Rihanna og A$AP Rocky voru sérstaklega töff á Off-White sýningunni á tískuvikunni í París.Getty/Pascal Le Segretain Rihanna hefur verið óhrædd við að sýna bera bumbuna á meðgöngunni, enda segir hún það bull og þvælu að óléttar konur eigi að fela kynþokka sinn. Hér má sjá hana á Fenty viðburði í Los Angeles í síðasta mánuði.Getty/Kevin Mazur Rihanna hefur verið sannkallaður tískumógúll síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Því er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með stíl hennar á meðgöngunni.Getty/Arnold Jerocki View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people)
Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira