Strætó miður sín vegna Klapp-vandamála Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 20:30 Hafnað - Enginn gildur miði. Skjámynd sem hefur komið upp hjá allt of mörgum sem eru í raun með gildan miða vegna bilunar í Klapp-kerfinu. vísir Nýtt greiðslukerfi Strætó hefur farið brösuglega af stað og mörgum verið meinaður aðgangur að vögnum vegna bilunar í kerfinu. Strætó lofar miklum betrumbótum strax í næstu viku. Þessi leiðinlegi rauði fýlukall, sem sést á skjánum í strætó á myndinni hér að ofan, hefur síðustu vikurnar hrellt marga farþega strætó sem reyna að greiða fyrir far sitt í gegn um nýja greiðslukerfið - Klapp. Kerfið var innleitt fyrir síðustu jól en hefur ekki farið alveg nógu vel af stað. „Nei, nei það er alveg rétt. Við höfum átt í ákveðnum erfiðleikum með þetta. Við getum sagt kannski bæði óvæntum og væntum vegna þess að þetta er gríðarlega mikil breyting,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes segir nýja uppfærslu á Klapp á leiðinni. Nú þegar sé búið að leysa stærstu vandamálin.Strætó Allt of mörg tilfelli þar sem fólki er ekki hleypt um borð Og viðskiptavinir hafa látið í sér heyra. Fjöldi fólks hefur kvartað yfir nýja kerfinu og gagnrýnt það á samfélagsmiðlum - gagnrýni sem Jóhannes segir að hafi náð eyrum Strætó. Klapp appið var ekki forritað, það var copy/paste-að upp úr dagbók Satans.Og af hverju er "Hvar er strætó" hætt að virka í gamla appinu?Vill @straetobs ég fái mér annan einkabíl?— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) March 16, 2022 „Já, já. Við höfum heyrt af fullt af óánægju og skiljum það bara mjög vel. Og erum svo sem bara miður okkar að þetta hafi ekki bara gengið svona einn, tveir og þrír. En þetta er svona það sem gerist kannski stundum í þessum stóru hugbúnaðarverkefnum og mjög flóknu,“ segir Jóhannes. Nokkur vandamál hafi komið upp eftir að kerfið var tekið í notkun. Sambandsleysi margra skanna í strætisvögnum varð til þess að stundum lásu þeir ekki farmiðann. Samvkæmt upplýsingum frá strætó voru tilfellin allt frá örfáum til um tuttugu á dag á tímabili þar sem skannarnir lásu ekki kort fólks, sem áttu þó að vera góð og gild. Jóhannes segir að því hafi því verið beint til bílstjóra að leyfa viðskiptavinum að njóta vafans í þeim tilfellum. „En það komu samt upp nokkuð mörg tilfelli þar sem vagnstjórinn hleypti viðkomandi ekki um borð eða óskaði eftir að hann yfirgæfi vagninn. Því miður. En þetta gerist. Þetta er stór hópur, það eru margir á ferðinni en sem betur fer eru þetta ekkert allt of mörg tilfelli en kannski allt of mörg,“ segir Jóhannes. Betrumbætt app í næstu viku En það er ekki bara sambandsleysi og almennir gallar sem fara í taugarnar á fólki. Að mati margra farþega vantar nefnilega ýmislegt í appið. Þar er ekki hægt að leita að ferð eða fylgjast með strætóferðum í rauntíma. Strætó lofar þó bót á þessu, jafnvel strax eftir helgi. „Leiðarvísirinn kemur inn í appið og appið á að virka betur. Það hefur einnig verið svona smá vandamál með það,“ segir Jóhannes. Jóhannes á því ekki von á öðru en að fólk geti farið að klappa eðlilega með strætó á allra næstu dögum. Fjallað var um Klapp þegar nýja greiðslukerfið var tekið upp í vetur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á það hér að neðan: Samgöngur Strætó Tækni Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þessi leiðinlegi rauði fýlukall, sem sést á skjánum í strætó á myndinni hér að ofan, hefur síðustu vikurnar hrellt marga farþega strætó sem reyna að greiða fyrir far sitt í gegn um nýja greiðslukerfið - Klapp. Kerfið var innleitt fyrir síðustu jól en hefur ekki farið alveg nógu vel af stað. „Nei, nei það er alveg rétt. Við höfum átt í ákveðnum erfiðleikum með þetta. Við getum sagt kannski bæði óvæntum og væntum vegna þess að þetta er gríðarlega mikil breyting,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes segir nýja uppfærslu á Klapp á leiðinni. Nú þegar sé búið að leysa stærstu vandamálin.Strætó Allt of mörg tilfelli þar sem fólki er ekki hleypt um borð Og viðskiptavinir hafa látið í sér heyra. Fjöldi fólks hefur kvartað yfir nýja kerfinu og gagnrýnt það á samfélagsmiðlum - gagnrýni sem Jóhannes segir að hafi náð eyrum Strætó. Klapp appið var ekki forritað, það var copy/paste-að upp úr dagbók Satans.Og af hverju er "Hvar er strætó" hætt að virka í gamla appinu?Vill @straetobs ég fái mér annan einkabíl?— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) March 16, 2022 „Já, já. Við höfum heyrt af fullt af óánægju og skiljum það bara mjög vel. Og erum svo sem bara miður okkar að þetta hafi ekki bara gengið svona einn, tveir og þrír. En þetta er svona það sem gerist kannski stundum í þessum stóru hugbúnaðarverkefnum og mjög flóknu,“ segir Jóhannes. Nokkur vandamál hafi komið upp eftir að kerfið var tekið í notkun. Sambandsleysi margra skanna í strætisvögnum varð til þess að stundum lásu þeir ekki farmiðann. Samvkæmt upplýsingum frá strætó voru tilfellin allt frá örfáum til um tuttugu á dag á tímabili þar sem skannarnir lásu ekki kort fólks, sem áttu þó að vera góð og gild. Jóhannes segir að því hafi því verið beint til bílstjóra að leyfa viðskiptavinum að njóta vafans í þeim tilfellum. „En það komu samt upp nokkuð mörg tilfelli þar sem vagnstjórinn hleypti viðkomandi ekki um borð eða óskaði eftir að hann yfirgæfi vagninn. Því miður. En þetta gerist. Þetta er stór hópur, það eru margir á ferðinni en sem betur fer eru þetta ekkert allt of mörg tilfelli en kannski allt of mörg,“ segir Jóhannes. Betrumbætt app í næstu viku En það er ekki bara sambandsleysi og almennir gallar sem fara í taugarnar á fólki. Að mati margra farþega vantar nefnilega ýmislegt í appið. Þar er ekki hægt að leita að ferð eða fylgjast með strætóferðum í rauntíma. Strætó lofar þó bót á þessu, jafnvel strax eftir helgi. „Leiðarvísirinn kemur inn í appið og appið á að virka betur. Það hefur einnig verið svona smá vandamál með það,“ segir Jóhannes. Jóhannes á því ekki von á öðru en að fólk geti farið að klappa eðlilega með strætó á allra næstu dögum. Fjallað var um Klapp þegar nýja greiðslukerfið var tekið upp í vetur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á það hér að neðan:
Samgöngur Strætó Tækni Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent