Lífið

Birgitta Líf og Enok eru nýtt par

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Birgitta Líf og Enok eru nýtt par.
Birgitta Líf og Enok eru nýtt par. Samsett

Birgitta Líf Björnsdóttir eigandi Bankastræti club og markaðsstjóri World Class hefur fundið ástina. Sá heppni heitir Enok Jónsson.

Þetta staðfesta heimildir Lífsins. Birgitta Líf birti krúttlega mynd af þeim saman á Instagram í skíðaferðinni á Sauðarkróki í síðustu viku og ljómar hún af hamingju. 

Hafa þau sést saman víða um borgina undanfarið, meðal annars á Bankastræti Club. Birgitta Líf verður þrítug á árinu en Enok er nokkrum árum yngri, fæddur árið 2001. 

Birgitta Líf hefur haft í nógu að snúast undanfarið en hún er einnig umboðsmaður tónlistarmannsins Húgó, sem var valinn nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum fyrr í mánuðinum. 

Enok og Birgitta Líf voru sæt saman á Bankastræti POP UP Club í Tindastóli fyrir viku.Instagram/Birgitta Líf

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.