Lífið

Birgitta Líf gerist umboðsmaður hins dularfulla Húgó

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Hver er þessi Húgó? 
Hver er þessi Húgó? 

Það virðist enginn geta svarað því hver tónlistarmaðurinn sem kallar sig Húgó er í raun og veru en tónlistarmaðurinn gaf út lagið Hvíl í friði fyrir tæpum tveimur vikum.

Lagið er nú þegar komið með yfir tuttugu þúsund spilanir og hefur dulúðin sem hvílir á bak við tónlistarmanninn vakið mikla forvitni. 

Hvergi hefur verið gefið upp né hið rétt nafn hans né sést í andlit hans á samfélagsmiðlum.

Athygli vakti í gær að athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir birti mynd á Instagram síðu sinni með teiknaðri katta-fígúrú og merkir undir myllumerkið #alvoruhugo. Undir myndina setur hún emoji táknið handaband.

Í samtali við Vísi segist Birgitta nú vera orðin umboðsmaður tónlistarmannsins Húgó en jafnframt segist hún sjálf ekki vita hvaða manneskja er á bak við nafnið þó hún muni taka við bókunum fyrir hönd Húgós. 

Ég hafði samband við Húgó á Instagram eftir að ég heyrði lagið hans á Spotify en ég hef verið að leita eftir tónlistarfólki til að bóka á staðinn sem ég er að opna, Bankastræti club. Mér fannst þetta eitthvað spennandi, sérstaklega þar sem enginn veit hver þetta er í raun og veru.  

Tengdar fréttir

GDRN ljáir eld­fjallinu Kötlu rödd sína

Högni Egilsson og Netflix hafa sameinað krafta sína í tónverki í tengslum við þáttaröðina Kötlu. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN ljáir eldfjallinu rödd sína í tónverkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×