Solveig Lára vígslubiskup á Hólum lætur af embætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 14:11 Solveig Lára hyggst láta af störfum sem vígslubiskup á Hólum 1. september næstkomandi. Þjóðkirkjan Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti á kirkjuþingi sem hófst í morgun að hún hygðist láta af embætti 1. september næstkomandi. Solveig Lára hefur starfað sem prestur í fjörutíu ár og hefur þjónað bæði í sveit og í borg. Undanfarin ár hefur hún sinnt störfum vígslubiskups á Hólum. Solveig ávarpaði kirkjuþing og lagði áherslu á að vígslubiskupsstörfin yrðu með óbreyttu sniði og frekar efld heldur en hitt. Hún sagðist telja það hrapaleg mistök verði vígslupiskupsstörf gerð að hlutastarfi. Lesa má ávarp Solveigar í heild sinni hér að neðan. Forseti! Ágæta kirkjuþingsfólk! Á næsta ári verða 40 ár síðan ég vígðist til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Öll þessi ár hef ég þjónað kirkjunni minni bæði í borg og í sveit og nú síðast liðin 10 ár sem einn af þremur biskupum Þjóðkirkjunnar. Allan þennan tíma hef ég leitast við að efla og styrkja grunnstoðir kirkjunnar sem er kirkjustarfið sjálft unnið bæði af miklu fagfólki og sjálfboðaliðum um allt land. Ég hef alla tíð unnið að því að sem mest samvinna sé á öllum sviðum og öll sjónarmið fái áheyrn. Í biskupstíð minni hef ég í mikilvægu biskupateymi með frú Agnesi M. Sigurðardóttur í fararbroddi og Kristjánum tveim unnið að því að sameina prestaköll, sem stuðlar að því að jafna þjónustubyrði og auka samvinnu. Ég var kosin á Kirkjuþing árið 2010 og hef því setið hér í 12 ár með og án kosningaréttar, en ævinlega með málfrelsi og tillögurétt. Nú eru tímamót í lífi mínu og hyggst ég láta af embætti þann 1. september næst komandi. Á þessum tímamótum hefur Kirkjuþing aldrei verið eins mikilvægt og því er mikilvægara en nokkru sinni áður að biskupateymið haldi lífi. Að einangra biskupsembættið með því að gera vígslubiskupsembættin að hlutastarfi væru hrapalleg mistök fyrir kirkjuna enda voru mætir menn og konur búnir að berjast fyrir því að biskupsstólarnir tveir myndu öðlast þann sess sem þeim ber. Við þessi tímamót í lífi mínu sé ég fyrir mér að mikilvægasta skref sem nýtt Kirkjuþing stendur frammi fyrir nú þegar ný Þjóðkirkjulög hafa öðlast gildi sé að Kirkjan komi sér upp stjórnarskrá sem sé grundvöllur starfsemi hennar þannig að ekki sé hægt að breyta grunnstoðum kirkjunnar á aukakirkjuþingum og jafnvel með afbrigðum. Ég þakka Guði fyrir þá handleiðslu sem ég hef fundið fyrir hvern dag í þjónustunni minni og vona og bið þess að ég geti áfram lagt kirkjunni sem ég elska lið mitt. Guð blessi ykkur öll í lífi og starfi. Þjóðkirkjan Vistaskipti Skagafjörður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Solveig Lára hefur starfað sem prestur í fjörutíu ár og hefur þjónað bæði í sveit og í borg. Undanfarin ár hefur hún sinnt störfum vígslubiskups á Hólum. Solveig ávarpaði kirkjuþing og lagði áherslu á að vígslubiskupsstörfin yrðu með óbreyttu sniði og frekar efld heldur en hitt. Hún sagðist telja það hrapaleg mistök verði vígslupiskupsstörf gerð að hlutastarfi. Lesa má ávarp Solveigar í heild sinni hér að neðan. Forseti! Ágæta kirkjuþingsfólk! Á næsta ári verða 40 ár síðan ég vígðist til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Öll þessi ár hef ég þjónað kirkjunni minni bæði í borg og í sveit og nú síðast liðin 10 ár sem einn af þremur biskupum Þjóðkirkjunnar. Allan þennan tíma hef ég leitast við að efla og styrkja grunnstoðir kirkjunnar sem er kirkjustarfið sjálft unnið bæði af miklu fagfólki og sjálfboðaliðum um allt land. Ég hef alla tíð unnið að því að sem mest samvinna sé á öllum sviðum og öll sjónarmið fái áheyrn. Í biskupstíð minni hef ég í mikilvægu biskupateymi með frú Agnesi M. Sigurðardóttur í fararbroddi og Kristjánum tveim unnið að því að sameina prestaköll, sem stuðlar að því að jafna þjónustubyrði og auka samvinnu. Ég var kosin á Kirkjuþing árið 2010 og hef því setið hér í 12 ár með og án kosningaréttar, en ævinlega með málfrelsi og tillögurétt. Nú eru tímamót í lífi mínu og hyggst ég láta af embætti þann 1. september næst komandi. Á þessum tímamótum hefur Kirkjuþing aldrei verið eins mikilvægt og því er mikilvægara en nokkru sinni áður að biskupateymið haldi lífi. Að einangra biskupsembættið með því að gera vígslubiskupsembættin að hlutastarfi væru hrapalleg mistök fyrir kirkjuna enda voru mætir menn og konur búnir að berjast fyrir því að biskupsstólarnir tveir myndu öðlast þann sess sem þeim ber. Við þessi tímamót í lífi mínu sé ég fyrir mér að mikilvægasta skref sem nýtt Kirkjuþing stendur frammi fyrir nú þegar ný Þjóðkirkjulög hafa öðlast gildi sé að Kirkjan komi sér upp stjórnarskrá sem sé grundvöllur starfsemi hennar þannig að ekki sé hægt að breyta grunnstoðum kirkjunnar á aukakirkjuþingum og jafnvel með afbrigðum. Ég þakka Guði fyrir þá handleiðslu sem ég hef fundið fyrir hvern dag í þjónustunni minni og vona og bið þess að ég geti áfram lagt kirkjunni sem ég elska lið mitt. Guð blessi ykkur öll í lífi og starfi.
Forseti! Ágæta kirkjuþingsfólk! Á næsta ári verða 40 ár síðan ég vígðist til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Öll þessi ár hef ég þjónað kirkjunni minni bæði í borg og í sveit og nú síðast liðin 10 ár sem einn af þremur biskupum Þjóðkirkjunnar. Allan þennan tíma hef ég leitast við að efla og styrkja grunnstoðir kirkjunnar sem er kirkjustarfið sjálft unnið bæði af miklu fagfólki og sjálfboðaliðum um allt land. Ég hef alla tíð unnið að því að sem mest samvinna sé á öllum sviðum og öll sjónarmið fái áheyrn. Í biskupstíð minni hef ég í mikilvægu biskupateymi með frú Agnesi M. Sigurðardóttur í fararbroddi og Kristjánum tveim unnið að því að sameina prestaköll, sem stuðlar að því að jafna þjónustubyrði og auka samvinnu. Ég var kosin á Kirkjuþing árið 2010 og hef því setið hér í 12 ár með og án kosningaréttar, en ævinlega með málfrelsi og tillögurétt. Nú eru tímamót í lífi mínu og hyggst ég láta af embætti þann 1. september næst komandi. Á þessum tímamótum hefur Kirkjuþing aldrei verið eins mikilvægt og því er mikilvægara en nokkru sinni áður að biskupateymið haldi lífi. Að einangra biskupsembættið með því að gera vígslubiskupsembættin að hlutastarfi væru hrapalleg mistök fyrir kirkjuna enda voru mætir menn og konur búnir að berjast fyrir því að biskupsstólarnir tveir myndu öðlast þann sess sem þeim ber. Við þessi tímamót í lífi mínu sé ég fyrir mér að mikilvægasta skref sem nýtt Kirkjuþing stendur frammi fyrir nú þegar ný Þjóðkirkjulög hafa öðlast gildi sé að Kirkjan komi sér upp stjórnarskrá sem sé grundvöllur starfsemi hennar þannig að ekki sé hægt að breyta grunnstoðum kirkjunnar á aukakirkjuþingum og jafnvel með afbrigðum. Ég þakka Guði fyrir þá handleiðslu sem ég hef fundið fyrir hvern dag í þjónustunni minni og vona og bið þess að ég geti áfram lagt kirkjunni sem ég elska lið mitt. Guð blessi ykkur öll í lífi og starfi.
Þjóðkirkjan Vistaskipti Skagafjörður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira