Bjóða kirkjugestum upp á úkraínska borscht súpu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 12:19 Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur býður kirkjugestum upp á borscht súpu að lokinni messu á morgun. Vísir/Getty Boðið verður upp á úkraínska borscht rauðrófusúpu að lokinni messu í dómkirkjunni á morgun. Dómkirkjuprestur segir mikilvægt að sýna samstöðu en allur ágóði af sölu súpunnar rennur til neyðarsöfnunar hjálparstarfs kirkjunnar. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur var önnum kafin við eldamennsku þegar blaðamaður sló á þráðinn en messan hefst klukkan 11 á morgun, sunnudag. Rauðrófur eru aðaluppistaða í súpunni en þar að auki má finna hvítkál, rótargrænmeti og kartöflur. „Eldrauð úkraínsk súpa verður í boði í safnaðarheimilinu að lokinni messu - og náttúrulega hveitibollur,“ segir Elínborg. Hún bætir við að mikil grænmetis- og hveitiframleiðsla sé í Úkraínu og meðlætið þyki því vel við hæfi. Margt smátt geri eitt stórt Elínborg segir að hugur sé hjá Úkraínumönnum enda hafi hver einasta messa í kirkjunni tileiknuð Úkraínu að einhverju leyti, síðan innrás Rússa hófst. „Á morgun er þessi súpa og allir ágóði rennur til styrktar Úkraínumönnum. Kirkjugestir geta komið í úkraínska súpu á eftir og styrkt neyðarsöfnunina. Það verður sungin úkraínsk miskunnarbæn, úkraínskur sálmur og beðið fyrir friði,“ segir Elínborg. Kirkjugestir borga það sem þeir vilja fyrir súpuna en engum verður vísað frá. Sumir geta gefið lítið og aðrir mikið en margt smátt gerir eitt stórt. „Hugur okkar er náttúrulega hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins. Og það er auðvitað skylda okkar allra að leggjast á árarnar, bæði að taka vel á móti flóttafólki, og líka að leggja eitthvað af mörkum. Auðvitað þurfum öll einhverju að fórna til þess að geta gert það.“ Þjóðkirkjan Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur var önnum kafin við eldamennsku þegar blaðamaður sló á þráðinn en messan hefst klukkan 11 á morgun, sunnudag. Rauðrófur eru aðaluppistaða í súpunni en þar að auki má finna hvítkál, rótargrænmeti og kartöflur. „Eldrauð úkraínsk súpa verður í boði í safnaðarheimilinu að lokinni messu - og náttúrulega hveitibollur,“ segir Elínborg. Hún bætir við að mikil grænmetis- og hveitiframleiðsla sé í Úkraínu og meðlætið þyki því vel við hæfi. Margt smátt geri eitt stórt Elínborg segir að hugur sé hjá Úkraínumönnum enda hafi hver einasta messa í kirkjunni tileiknuð Úkraínu að einhverju leyti, síðan innrás Rússa hófst. „Á morgun er þessi súpa og allir ágóði rennur til styrktar Úkraínumönnum. Kirkjugestir geta komið í úkraínska súpu á eftir og styrkt neyðarsöfnunina. Það verður sungin úkraínsk miskunnarbæn, úkraínskur sálmur og beðið fyrir friði,“ segir Elínborg. Kirkjugestir borga það sem þeir vilja fyrir súpuna en engum verður vísað frá. Sumir geta gefið lítið og aðrir mikið en margt smátt gerir eitt stórt. „Hugur okkar er náttúrulega hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins. Og það er auðvitað skylda okkar allra að leggjast á árarnar, bæði að taka vel á móti flóttafólki, og líka að leggja eitthvað af mörkum. Auðvitað þurfum öll einhverju að fórna til þess að geta gert það.“
Þjóðkirkjan Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira