Innlent

Guðveig Eyglóardóttir leiðir Framsókn í Borgarbyggð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá nokkra frambjóðendur Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Borgarbyggð.
Hér má sjá nokkra frambjóðendur Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Borgarbyggð. Framsóknarflokkurinn

Guðveig Eyglóardóttir sveitarstjórnarfulltrúi leiðir framboðslista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð þriðja kjörtímabilið í röð. Annað sæti á listanum skipar Davíð Sigurðsson sveitarstjórnarfulltrúi og framkvæmdastjóri og Eðvarð Ólafur Traustason flugtjóri og atvinnurekandi situr í þriðja sæti. 

Fram kemur í tilkynningu frá Framsókn að gríðarleg stemning og jákvæðni hafi verið í loftinu í gærkvöldi þegar framboðslisti flokksins í Borgarbyggð var kynntur. Fundurinn hafi þá þakkað Finnboga Leifssyni sérstaklega fyrir hans starf síðustu áratugi með dynjandi lófataki en hann skipar nú heiðurssæti listans. 

Hér að neðan má sjá listann í heild sinni:

  1. Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi
  2. Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
  3. Eðvarð Ólafur Traustason, flugstjóri og atvinnurekandi
  4. Eva Margrét Jónudóttir, sérfræðingur hjá Matís
  5. Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður
  6. Þórður Brynjarsson, búfræðinemi
  7. Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
  8. Weronika Sajdowska, kennari og þjónn
  9. Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu
  10. Þorsteinn Eyþórsson, eldir borgari
  11. Þórunn Unnur Birgisdóttir, lögfræðingur
  12. Erla Rúnarsdóttir, leikskólakennari
  13. Hafdís Lára Halldórsdóttir, nemi
  14. Höskuldur Kolbeinsson, bóndi og húsasmiður
  15. Sonja Lind Eyglóardóttir, aðstoðarmaður þingflokks
  16. Orri Jónsson, verkfræðingur
  17. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður
  18. Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×