Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 07:58 Aaron Ísak segist aldrei myndu hafa brotið á börnum vís vitandi. Vísir Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist. DV greinir frá niðurstöðu dómsins og segist hafa hann undir höndum. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og vakti athygli landsmanna þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2020 undir listmannsnafninu Kid Isak. Árið áður hafði hann sigrað Söngvakeppni framhaldsskólanna. Samskipti Aarons Ísaks og drengjanna þriggja hófust eftir að hann tók þátt í Söngvakeppninni og virðist sem drengirnir hafi haft samband við Aaron á samfélagsmiðlinum Instagram til að lýsa yfir aðdáun sinni á tónlistarflutningi hans. Brotin eru sögð hafa farið fram frá hausti 2019 til vorsins 2020. Aaron var þá 21 árs gamall og þolendurnir 12 ára. Mætti í skóla drengjanna og sakaði þá um lygar Í kjölfarið hafi Aaron hafið óeðlileg samskipti við drengina, sent þeim kynfæramyndir og -myndbönd, myndir af berum rassi sínum og lýst kynferðisathöfnum. Þá var hann ákærður fyrir að hafa reynt að hafa kynferðismkök við tvo drengjanna. Hann hafi kysst annan þeirra á munninn og drengurinn brugðist við því að ýta honum af sér. Þá hafi Aaron káfað á drengnum utan klæða, meðal annars í klofi. Í kjölfar lögregluyfirheyrslna í málinu hafi Aaron þá mætt í grunnskóla drengjanna og sakað þá um lygar. Móðir eins drengjanna hafi í kjölfarið sótt um nálgunarbann gegn Aaroni sem hafi verið úrskurðað gegn honum. Greiði drengjunum hálfa milljón til milljón í bætur Fram kemur í frétt DV, þar sem vísað er í dóminn, að Aaron Ísak sé öryrki og búi hjá móður sinni sem veiti honum mikinn stuðning. Fram kemur í niðurstöðu sálfræðimats fyrir dóminn að Aaron hafi glímt við kvíðaröskun og einhverfu frá barnæsku, þá sé hann með átröskun og talinn tornæmur. Þá eigi Aaron sögu um þunglyndi. Ekki sé að merkja siðblindu eða barnagirnd hjá honum þrátt fyrir brotin geng drengjunum. Aaron Ísak upplifi sig yngri en hann er og hann hafi talið sig vera í ástarsamböndum við drengina á meðan hann framdi brotin. Hann hafi ekki séð neitt rangt við framferði sitt fyrr en eftir á. Vegna þess hve eftirá Aaron er í þroska telur dómurinn að þroskamunur á Aaroni og þolendum hans sé mun minni en aldursmunurinn á þeim. Aaron Ísak hefur verið dæmdur til að vera í eftirliti yfirlæknis réttargeðdeildar Landpítalans á Kleppi og í meðferð hjá sálfræðingum. Þá var hann dæmdur til að greiða einum þolendanna eina milljón króna í miskabætur, öðrum 600 þúsund krónur og þeim þriðja hálfa milljón. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
DV greinir frá niðurstöðu dómsins og segist hafa hann undir höndum. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og vakti athygli landsmanna þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2020 undir listmannsnafninu Kid Isak. Árið áður hafði hann sigrað Söngvakeppni framhaldsskólanna. Samskipti Aarons Ísaks og drengjanna þriggja hófust eftir að hann tók þátt í Söngvakeppninni og virðist sem drengirnir hafi haft samband við Aaron á samfélagsmiðlinum Instagram til að lýsa yfir aðdáun sinni á tónlistarflutningi hans. Brotin eru sögð hafa farið fram frá hausti 2019 til vorsins 2020. Aaron var þá 21 árs gamall og þolendurnir 12 ára. Mætti í skóla drengjanna og sakaði þá um lygar Í kjölfarið hafi Aaron hafið óeðlileg samskipti við drengina, sent þeim kynfæramyndir og -myndbönd, myndir af berum rassi sínum og lýst kynferðisathöfnum. Þá var hann ákærður fyrir að hafa reynt að hafa kynferðismkök við tvo drengjanna. Hann hafi kysst annan þeirra á munninn og drengurinn brugðist við því að ýta honum af sér. Þá hafi Aaron káfað á drengnum utan klæða, meðal annars í klofi. Í kjölfar lögregluyfirheyrslna í málinu hafi Aaron þá mætt í grunnskóla drengjanna og sakað þá um lygar. Móðir eins drengjanna hafi í kjölfarið sótt um nálgunarbann gegn Aaroni sem hafi verið úrskurðað gegn honum. Greiði drengjunum hálfa milljón til milljón í bætur Fram kemur í frétt DV, þar sem vísað er í dóminn, að Aaron Ísak sé öryrki og búi hjá móður sinni sem veiti honum mikinn stuðning. Fram kemur í niðurstöðu sálfræðimats fyrir dóminn að Aaron hafi glímt við kvíðaröskun og einhverfu frá barnæsku, þá sé hann með átröskun og talinn tornæmur. Þá eigi Aaron sögu um þunglyndi. Ekki sé að merkja siðblindu eða barnagirnd hjá honum þrátt fyrir brotin geng drengjunum. Aaron Ísak upplifi sig yngri en hann er og hann hafi talið sig vera í ástarsamböndum við drengina á meðan hann framdi brotin. Hann hafi ekki séð neitt rangt við framferði sitt fyrr en eftir á. Vegna þess hve eftirá Aaron er í þroska telur dómurinn að þroskamunur á Aaroni og þolendum hans sé mun minni en aldursmunurinn á þeim. Aaron Ísak hefur verið dæmdur til að vera í eftirliti yfirlæknis réttargeðdeildar Landpítalans á Kleppi og í meðferð hjá sálfræðingum. Þá var hann dæmdur til að greiða einum þolendanna eina milljón króna í miskabætur, öðrum 600 þúsund krónur og þeim þriðja hálfa milljón.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent