Tónlist

Íslenskt tónlistarfólk tekur yfir topp tíu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Friðrik Dór á efstu tvö lög vikunnar á íslenska listanum.
Friðrik Dór á efstu tvö lög vikunnar á íslenska listanum. Sigurður Pétur/Instagram @fridrikdor

Íslenskt tónlistarfólk átti öfluga viku á íslenska listanum.  Sex íslensk lög sitja nú í topp tíu og efstu fjögur lög listans eru eftir íslenska tónlistarmenn.

Júlí Heiðar situr í fjórða sæti með fyrrum topplag íslenska listans, Ástin heldur vöku. Jón Jónsson skipar þriðja sætið með lagið Lengi lifum við, af samnefndri plötu, og Friðrik Dór er svo með lög bæði í fyrsta og öðru sæti. Lagið hans Bleikur og Blár situr staðfast í fyrsta sæti og lagið Þú fylgir fast á eftir en þessi lög má finna á plötunni Dætur sem hann gaf út í lok janúar á þessu ári.

Eyþórsdætur koma nýjar inn á lista í átjánda sæti með framlag okkar til Eurovision í ár, Með hækkandi sól, og Reykjavíkurdætur sitja í því tíunda. Söngvakeppnis söngvarinn Stefán Óli hækkar sig upp listann og situr nú í sjöunda sæti með lagið Ljósið.

Bríet var kynnt inn sem líkleg til vinsælda með nýja lagið sitt Flugdreki sem hún flutti eftirminnilega á Hlustendaverðlaununum um síðustu helgi, þar sem Bríet var valin poppflytjandi ársins.

Íslenskt tónlistarfólk heldur svo sannarlega áfram að skara fram úr í tónlistarlífinu og við fylgjumst spennt með í næstu viku. Íslenski listinn er fluttur hvern einasta laugardag frá klukkan 14:00-16:00.

Íslenski listinn í heild sinni:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×