Elías fór meiddur af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka og var settur í gifs. Midtjylland greindi frá því í dag að hann hefði handleggsbrotnað og myndi ekki spila meira á tímabilinu.
Elias Olafsson pådrog sig et brud på armen i søndagens kamp mod Silkeborg. Den islandske keeper ventes ude resten af sæsonen.#SIFFCM
— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) March 21, 2022
Vegna meiðslanna þurfti Elías að draga sig út úr landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni síðar í þessum mánuði. Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, var kallaður inn í hópinn í stað Elíasar.
Midtjylland vann leikinn gegn Silkeborg í gær, 0-1. Liðið endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og fer í úrslitakeppni sex liða um meistaratitilinn.
Elías lék fjórtán deildarleiki með Midtjylland á tímabilinu. Hann skrifaði undir langtíma samning við félagið í lok síðasta árs og er hugsaður sem framtíðarmarkvörður Midtjylland.