Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. mars 2022 12:31 Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum. Meðalfermetra verð á íbúð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu frá desember til mars var 624 þúsund krónur en fyrir ári var það um 550 þúsund samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá. Þá seldust tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu yfir ásettu verði í janúar. Þar af seldust um 45 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og hefur það hlutfall aldrei mælst hærra samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam um 22 prósent umí janúar, þar af hækkaði sérbýli um 27 prósent en fjölbýli um 21,5 prósent. Samtök iðnaðarins bentu á í upphafi mánaðarins að það hafi ekki sést annar eins húsnæðisskortur í langan tíma. Þörfin á nýjum íbúðum nemi um 4.000 íbúðum á ári, en framboðið sé um 1.500 íbúðir. Það vanti nýtt land undir byggingar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir brýnt að bregðast við húsnæðiskortinum. „Það er skortur á framboði. Við erum ekki að byggja nóg til að mæta mannfjöldaspá Hagstofunnar. Það liggur fyrir að frekari aðgerða er þörf af hálfu ekki bara ríkis heldur líka sveitarfélaga. Nú er átakshópur að störfum vegna þessa þar sem sitja fulltrúar ríkis, sveitarfélaga, verklýðshreyfingarinnar og annarra aðila á vinnumarkaði þar sem verið er að móta tillögur til að mæta vandanum,“ segir Katrín. Húsnæðismál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. 17. mars 2022 08:52 Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. 16. mars 2022 12:58 Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Meðalfermetra verð á íbúð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu frá desember til mars var 624 þúsund krónur en fyrir ári var það um 550 þúsund samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá. Þá seldust tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu yfir ásettu verði í janúar. Þar af seldust um 45 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og hefur það hlutfall aldrei mælst hærra samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam um 22 prósent umí janúar, þar af hækkaði sérbýli um 27 prósent en fjölbýli um 21,5 prósent. Samtök iðnaðarins bentu á í upphafi mánaðarins að það hafi ekki sést annar eins húsnæðisskortur í langan tíma. Þörfin á nýjum íbúðum nemi um 4.000 íbúðum á ári, en framboðið sé um 1.500 íbúðir. Það vanti nýtt land undir byggingar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir brýnt að bregðast við húsnæðiskortinum. „Það er skortur á framboði. Við erum ekki að byggja nóg til að mæta mannfjöldaspá Hagstofunnar. Það liggur fyrir að frekari aðgerða er þörf af hálfu ekki bara ríkis heldur líka sveitarfélaga. Nú er átakshópur að störfum vegna þessa þar sem sitja fulltrúar ríkis, sveitarfélaga, verklýðshreyfingarinnar og annarra aðila á vinnumarkaði þar sem verið er að móta tillögur til að mæta vandanum,“ segir Katrín.
Húsnæðismál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. 17. mars 2022 08:52 Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. 16. mars 2022 12:58 Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. 17. mars 2022 08:52
Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. 16. mars 2022 12:58
Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00
Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20