Innlent

Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölmargir bíða á Þjóðveginum suður af Holtavörðuheiði eftir að opnað verði fyrir umferð. Heiðinni var lokað klukkan 9:43 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Fjölmargir bíða á Þjóðveginum suður af Holtavörðuheiði eftir að opnað verði fyrir umferð. Heiðinni var lokað klukkan 9:43 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vísir/SmáriJökull

Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Blönduósi var um að ræða fjögurra bíla árekstur. Tveir voru fluttir með sjúkrabifreið til Reykjavíkur en talið er að meiðsli þeirra séu ekki alvarleg. Lögregla er á vettvangi og stendur til að opna fyrir umferð að nýju fljótlega.

Nokkuð löng bílaröð hefur myndast sunnan af Holtavörðuheiðinni þar sem fólk bíður þess að fá að leggja á heiðina. Fótboltamót fyrir unga drengi á vegum Þórs fer fram um helgina og þá hefur leið margra legið norður undanfarnar helgar í skíðaferðir.

Snjómoksturstæki fór út af í Bröttubrekku í morgun. Lokað hefur verið fyrir umferð en til stendur að opna um eittleytið í dag samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Uppfært klukkan 13:02

Opnað hefur verið fyrir umferð bæði um Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.