Innlent

Stanslaust stuð á kóranámskeiðum í Selfosskirkju

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mjög góð þátttaka hefur verið á þau kóranámskeið, sem Berglind og Edit hafa boðið upp á í Selfosskirkju. Frítt er á námskeiðin.
Mjög góð þátttaka hefur verið á þau kóranámskeið, sem Berglind og Edit hafa boðið upp á í Selfosskirkju. Frítt er á námskeiðin. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kóranámskeið fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk hafa slegið í gegn í Selfosskirkju en þar er verið að þjálfa börnin upp áður en þau fara í barnakór kirkjunnar næsta vetur. Námskeiðiðin byggja á tónlistarleikjum og miklum söng.

Námskeiðin fara fram í safnaðarheimili Selfosskirkju þar sem þær Kolbrún Berglind Grétarsdóttir og Edit Molnar eru leiðbeinendur.

Á námskeiðunum læra krakkarnir allskonar æfingar og ekki síst reglurnar þegar maður er að undirbúa sig að fara að byrja í kór.

„Við bjóðum við krökkunum að koma á frítt námskeið þar sem við syngjum og förum í leiki, ásamt því að læra reglur og tölum um að vera góð hvort við annað líka. Þetta hefur gefist alveg ofboðslega vel, þau eru að skemmta sér mjög vel krakkarnir. Þetta er bara stanslaust fjör í 50 mínútur, það er bara þannig. Þannig er lífið skemmtilegt, hafa bara stanslaust fjör,“ segir Kolbrún Berglind og bætir við.

„Vonandi fá þau að kynnast hvað söngurinn gefur okkur mikið og hvað það er gaman að syngja með öðrum. Það er svo mikið kórastarf á Íslandi og þá er svo gaman að kynna fyrir börnunum þetta góða starf, sem fer fram um allt land.“

Kolbrún Berglind segir að kóranámskeiðin séu stanslaust fjör enda hafa þau slegið í gegn hjá henni og Edit.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Edit Molnar, sér um að spila á námskeiðunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Krakkarnir eru mjög ánægð og finnst skemmtilegt á kóranámskeiðinu.

„Jú, þetta er bara mjög gaman og geggjað,“ segir Karen Ósk Sigurðardóttir 8 ára þátttakandi á námskeiðinu

Karen Ósk Sigurðardóttir, 8 ára segir geggjað gaman á kóranámskeiðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×