Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2022 16:53 Vilhjálmur Birgisson segir að Drífu sé ekki stætt lengur sem forseti ASÍ. Vilhjálmur auk Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Ragnars Þórs Ingólfssonar, hafa sótt mjög að Drífu forseta ASÍ að undanförnu. vísir/vilhelm Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. „Ómerkileg heitin í Drífu Snædal forseta ASÍ ná nýjum botni í þessari grein,“ segir Vilhjálmur meðal annars í herskárri grein sem hann birti nýverið á Vísi. En þar svarar hann svargrein Drífu sem hún skrifaði til að svara ásökunum sem Ragnar Þór hafði sett fram. Sakar Drífu um að vilja bregða fyrir sig fæti á leið í formannsstól SGS Vilhjálmur telur einsýnt að í grein Drífu, þar sem hún segist reyndar þeirrar skoðunar að launafólk á Íslandi eigi rétt á því að forysta verkalýðshreyfingarinnar komi sameinuð fram en hún eigi engan kost annan en svara því sem hún segir rangfærslur í máli bæði Vilhjálms og Ragnars Þórs, vilji Drífa koma á sig höggi vegna komandi þingi Starfsgreinasambands Íslands sem haldið verður í næstu viku, dagana 23. – 25. mars 2022 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Frá formannafundi ASÍ 2019. Vilhjálmur sagði sig frá embætti 1. varaforseta, dró þá afsögn sína til baka en þá var búið að ganga frá brotthvarfi hans. Vilhjálmur segir Drífu hafa dansað stríðsdans enda hefði hún viljað losna við Vilhjálm og Ragnar Þór úr stjórn.vísir/vilhelm. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins en þar eru línurnar í kjaramálum og starfsemi og þýðingarmikil mál tekin til umfjöllunar. SGS er fjölmennasta landssamband launafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, með samtals um 72.000 félagsmenn. Lykilatriði er fyrir ASÍ hvernig mál skipast þar en Vilhjálmur sækist eftir formennsku. Sólveig Anna segir sitjandi stjórn Eflingar neita að láta af völdum Sólveig Anna hefur farið fram á að stjórnarskiptum verði flýtt innan Eflingar, og er ástæða þess meðal annars talin að það sé svo hún geti beitt sér á þingi SGS. Sitjandi stjórn Eflingar hefur hins vegar staðið í vegi fyrir því, að sögn Sólveigar Önnu: Í stað þess að halda aðalfund í gær og sýna lýðræðislegum vilja félagsfólks Eflingar þá virðingu sem formanni og varaformanni Eflingar ber að sýna, hélt starfandi formaður aukastjórnarfund, að sögn Sólveigar Önnu í pistli á Facebook-síðu sinni. Sitjandi stjórn getur ekki „virt niðurstöður kosninga félagsfólks um það hver eigi að stýra félaginu, hún getur ekki sætt sig við að hún og hennar fólk hafi tapað.“ Sólveig er ósátt við að ASÍ skuli ekki beita sér í málinu þannig að ný stjórn geti tekið við. Segir tíma Drífu liðinn Óhætt er að segja að Vilhjálmi sé heitt í hamsi í grein sinni. Hann sakar Drífu um hálfsannleik, ómerkilegheit og boðar að dagar hennar sem forseti ASÍ séu liðnir: „Málið er að hennar tími sem forseti ASÍ er liðinn enda nýtur hún ekki lengur að mínu mati stuðnings stéttarfélaga sem fara með upp undir 70% af ASÍ. Þetta eru blákaldar staðreyndir og ljóst að á þingi ASÍ í haust mun verða kosinn nýr forseti,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Formannskjör í VR Tengdar fréttir Forseti ASÍ vildi frysta launahækkanir Það er greinilegt að örvænting Drífu Snædal forseta ASÍ er algjör en í þessari grein sem ber heitið „Átökin í verkalýðshreyfingunni“ er sannleikurinn og staðreyndir algjört aukaatriði. 16. mars 2022 13:31 Átökin í verkalýðshreyfingunni Þegar ég tók við embætti forseta ASÍ haustið 2018 einsetti ég mér að forðast fram í lengstu lög að munnhöggvast við félaga mína opinberlega. Ég taldi – og tel enn – að leiða ætti ágreining til lykta innan lýðræðislegra stofnanna hreyfingarinnar. 16. mars 2022 08:01 Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. 13. mars 2022 15:05 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
„Ómerkileg heitin í Drífu Snædal forseta ASÍ ná nýjum botni í þessari grein,“ segir Vilhjálmur meðal annars í herskárri grein sem hann birti nýverið á Vísi. En þar svarar hann svargrein Drífu sem hún skrifaði til að svara ásökunum sem Ragnar Þór hafði sett fram. Sakar Drífu um að vilja bregða fyrir sig fæti á leið í formannsstól SGS Vilhjálmur telur einsýnt að í grein Drífu, þar sem hún segist reyndar þeirrar skoðunar að launafólk á Íslandi eigi rétt á því að forysta verkalýðshreyfingarinnar komi sameinuð fram en hún eigi engan kost annan en svara því sem hún segir rangfærslur í máli bæði Vilhjálms og Ragnars Þórs, vilji Drífa koma á sig höggi vegna komandi þingi Starfsgreinasambands Íslands sem haldið verður í næstu viku, dagana 23. – 25. mars 2022 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Frá formannafundi ASÍ 2019. Vilhjálmur sagði sig frá embætti 1. varaforseta, dró þá afsögn sína til baka en þá var búið að ganga frá brotthvarfi hans. Vilhjálmur segir Drífu hafa dansað stríðsdans enda hefði hún viljað losna við Vilhjálm og Ragnar Þór úr stjórn.vísir/vilhelm. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins en þar eru línurnar í kjaramálum og starfsemi og þýðingarmikil mál tekin til umfjöllunar. SGS er fjölmennasta landssamband launafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, með samtals um 72.000 félagsmenn. Lykilatriði er fyrir ASÍ hvernig mál skipast þar en Vilhjálmur sækist eftir formennsku. Sólveig Anna segir sitjandi stjórn Eflingar neita að láta af völdum Sólveig Anna hefur farið fram á að stjórnarskiptum verði flýtt innan Eflingar, og er ástæða þess meðal annars talin að það sé svo hún geti beitt sér á þingi SGS. Sitjandi stjórn Eflingar hefur hins vegar staðið í vegi fyrir því, að sögn Sólveigar Önnu: Í stað þess að halda aðalfund í gær og sýna lýðræðislegum vilja félagsfólks Eflingar þá virðingu sem formanni og varaformanni Eflingar ber að sýna, hélt starfandi formaður aukastjórnarfund, að sögn Sólveigar Önnu í pistli á Facebook-síðu sinni. Sitjandi stjórn getur ekki „virt niðurstöður kosninga félagsfólks um það hver eigi að stýra félaginu, hún getur ekki sætt sig við að hún og hennar fólk hafi tapað.“ Sólveig er ósátt við að ASÍ skuli ekki beita sér í málinu þannig að ný stjórn geti tekið við. Segir tíma Drífu liðinn Óhætt er að segja að Vilhjálmi sé heitt í hamsi í grein sinni. Hann sakar Drífu um hálfsannleik, ómerkilegheit og boðar að dagar hennar sem forseti ASÍ séu liðnir: „Málið er að hennar tími sem forseti ASÍ er liðinn enda nýtur hún ekki lengur að mínu mati stuðnings stéttarfélaga sem fara með upp undir 70% af ASÍ. Þetta eru blákaldar staðreyndir og ljóst að á þingi ASÍ í haust mun verða kosinn nýr forseti,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Formannskjör í VR Tengdar fréttir Forseti ASÍ vildi frysta launahækkanir Það er greinilegt að örvænting Drífu Snædal forseta ASÍ er algjör en í þessari grein sem ber heitið „Átökin í verkalýðshreyfingunni“ er sannleikurinn og staðreyndir algjört aukaatriði. 16. mars 2022 13:31 Átökin í verkalýðshreyfingunni Þegar ég tók við embætti forseta ASÍ haustið 2018 einsetti ég mér að forðast fram í lengstu lög að munnhöggvast við félaga mína opinberlega. Ég taldi – og tel enn – að leiða ætti ágreining til lykta innan lýðræðislegra stofnanna hreyfingarinnar. 16. mars 2022 08:01 Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. 13. mars 2022 15:05 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Forseti ASÍ vildi frysta launahækkanir Það er greinilegt að örvænting Drífu Snædal forseta ASÍ er algjör en í þessari grein sem ber heitið „Átökin í verkalýðshreyfingunni“ er sannleikurinn og staðreyndir algjört aukaatriði. 16. mars 2022 13:31
Átökin í verkalýðshreyfingunni Þegar ég tók við embætti forseta ASÍ haustið 2018 einsetti ég mér að forðast fram í lengstu lög að munnhöggvast við félaga mína opinberlega. Ég taldi – og tel enn – að leiða ætti ágreining til lykta innan lýðræðislegra stofnanna hreyfingarinnar. 16. mars 2022 08:01
Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. 13. mars 2022 15:05