Innlent

Íslenska ríkið braut gegn mannréttindum Bjarka

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi.
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. EPA

Íslenska ríkið braut gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Bjarka Diego, sem starfaði sem framkvæmdastjóri útlana hjá Kaupþingi, var kallaður inn sem vitni í maí 2010, við rannsókn sérstaks saksóknara, í stað þess að fá réttarstöðu grunaðs.

Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem birt var í morgun. Sjötta grein Mannréttindasáttmálans kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar.

Árið 2015 var Bjarki dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í markaðsmisnotkunarmáli Kauþings.

Komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að þegar Bjarki var kallaður til sérstaks saksóknara sem vitni árið 2010 hafi hann átt að fá réttarstöðu sakbornings, þar sem meðal annars verið að rannsaka mál sem beindist að meintum brotum hans. Því hafi hann ekki notið þeirra réttinda sem felst í því þegar einstaklingur fær réttarstöðu grunaðs.

Vísar dómurinn meðal annars til þess að sími Bjarka hafi verið hleraður áður en hann var kallaður inn sem vitni og að sérstakur saksóknari hafi, áður en Bjarki var kallaður inn sem vitni, vísað til þess að grunur léki á um að Bjarki hafi tekið þátt í ákvörðunum í málum sem saksóknari hafði til rannsóknar vegna gruns um brot á lögum.

Íslenska ríkið þarf ekki að greiða Bjarka bætur vegna málsins, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.