Lífið

Hugsanlega næsta Instagram-stjarna landsins: „Það eiga allir að koma hingað“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Garpur og Rakel leggja til að Múlagljúfur taki við af Fjarðárgljúfri og Stuðlagili sem næsta Instagram stjarnan hér á landi.
Garpur og Rakel leggja til að Múlagljúfur taki við af Fjarðárgljúfri og Stuðlagili sem næsta Instagram stjarnan hér á landi. Okkar eigið Ísland

Í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland skoða Rakel María Hjaltadóttir og Garpur I. Elísabetarson Múlagljúfur. Þessi fallegi staður er við rætur Vatnajökuls og gangan að gljúfrinu er aðeins fjórir kílómetrar fram og til baka. 

„Við ætlum að finna næstu Instagram stjörnu Íslands,“ segir Rakel þegar þau leggja af stað í nýjasta ævintýrið. „Þetta er ótrúlegur staður.“

Gangan er alls ekki löng og er auðveld yfirferðar, jafnvel í vetrarfærð. 

„Það skiptir ekki máli hvenær maður kemur. hvort að það sé hvítt eða grænt eða gult. Þetta er rugl flott,“ útskýrir Garpur. 

Þáttinn um þetta stórkostlega gljúfur má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Okkar eigið Ísland þættirnir birtast á Lífinu á Vísi alla laugardaga. 


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.