Ferðalög

Fundu stór­kost­leg ís­göng á Breiða­merkur­jökli í anda Elsu í Frozen

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Rakel í ísgöngunum á Breiðamerkurjökli.
Rakel í ísgöngunum á Breiðamerkurjökli. Garpur I. Elísabetarson

Í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland skoða Rakel María Hjaltadóttir og Garpur I. Elísabetarson íshelli á Breiðamerkurjökli. Í göngunni sáu þau einnig í fyrsta sæti einstök ísgöng á jöklinum sem gerði þau algjörlega agndofa.

Fagurbláu göngin í Breiðamerkurjökli minna sennilega helst á íshöllina sem Elsa drottning töfraði fram í Disney myndinni Frozen. 

„Má bjóða þér að fara á undan,“ sagði Rakel á einum tímapunkti í leiðangrinum. Skiljanlega hafði hún sínar efasemdir um þessa hugmynd enda voru göngin alls ekki breið. Það er líka ekki á hverjum degi sem maður lætur vaða inn í bráðnandi jökulgöng sem óljóst er hvar enda og óvíst er hversu stöðug þau eru.  

Bæði íshellirinn og ísgöngin eru þó algjörlega einstök, íslensku jöklarnir í sinni fallegustu mynd. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 

Í fyrsta þættinum af Okkar eigið Ísland fóru Garpur og Rakel líka að skoða jökul. Áttu þau meðal annars á stefnumót inni í íshelli á Sóleheimajökli í þeim undurfallega þætti.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.