María bjargaði geðheilsunni með kuldagalla um miðja nótt Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2022 10:31 María fékk mjög erfitt kvíðakast eina nótt í Danmörku. Hönnuðurinn María Ericsdóttir Panduro varð hrædd um líf sitt þegar hún fékk heiftarlegt kvíðakast um miðja nótt eftir erfið sambandsslit og gríðarlega erfitt tímabil og hún hreinlega óttaðist að hún væri að fá hjartaáfall. María fékk lánaðan kuldagalla og fór út í góðan göngutúr og kom til baka öll léttari og endurnærð og tilbúin að takast á við lífið. Í dag hefur hún hannað kuldagalla fyrir konur sem þurfa að fara út í náttúruna til að ná áttum eða bara hreinlega nota á gleðistundum því gallann er hægt að nota við ýmis tækifæri bæði úti og inni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þessa mögnuðu reynslusögu og skoðaði þennan snilldar galla sem breytti hennar Maríu. Áhorfendur fá einnig að sjá skemmtilegt heimili Maríu þar sem hún fer ótroðnar slóðir við innréttingar og endurhönnun. „Ég og vinkonur mínar og konur á þessum aldri gerum oft svo lítið úr því að fá taugaáfall. Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig hlutirnir eru en samt viljum við alltaf draga úr. Þetta var ömurlegt, alveg hræðilegt. Ég vissi að þetta væri líklega taugaáfall, en samt varð ég hrædd,“ segir María og heldur áfram. „Ég var hrædd um að fá hjartaáfall af því að það var svo mikill þungi. Líkaminn var að segja að það væri eitthvað mikið að og ég réði ekkert við það. Þetta lýsir sér þannig að ég hef átt erfitt með að sofa í langan tíma fyrir þetta atvik. Ég hef fengið svona lítil kvíðaköst þar sem ég finn að ég hef ekki stjórn á því hvernig mér líður en þetta var kvíðakast. Þetta gerðist þegar ég var í heimsókn hjá frænku minni í Danmörku og gerðist fimm um morguninn. Mér fannst ég ekki geta vakið fólkið, en eitthvað verð ég að gera. Það eina sem mér datt í hug, var að fara út.“ María segist hafa fundið kuldagalla sem frænka hennar átti og lagði af stað út úr íbúðinni. „Ég upplifði þarna frið og lækningu í náttúrunni. Ég sleppti mér algjörlega úti í náttúrunni og í dag er ég algjörlega háð því. Ég verð að komast nálægt trjám og Öskuhlíðinni hérna er algjörlega einstök,“ segir María sem eins og áður segir hannaði sérstakan galla fyrir kvenmenn sem hægt er að fara mjög auðveldlega í og skella sér í göngutúr í náttúrunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
María fékk lánaðan kuldagalla og fór út í góðan göngutúr og kom til baka öll léttari og endurnærð og tilbúin að takast á við lífið. Í dag hefur hún hannað kuldagalla fyrir konur sem þurfa að fara út í náttúruna til að ná áttum eða bara hreinlega nota á gleðistundum því gallann er hægt að nota við ýmis tækifæri bæði úti og inni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þessa mögnuðu reynslusögu og skoðaði þennan snilldar galla sem breytti hennar Maríu. Áhorfendur fá einnig að sjá skemmtilegt heimili Maríu þar sem hún fer ótroðnar slóðir við innréttingar og endurhönnun. „Ég og vinkonur mínar og konur á þessum aldri gerum oft svo lítið úr því að fá taugaáfall. Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig hlutirnir eru en samt viljum við alltaf draga úr. Þetta var ömurlegt, alveg hræðilegt. Ég vissi að þetta væri líklega taugaáfall, en samt varð ég hrædd,“ segir María og heldur áfram. „Ég var hrædd um að fá hjartaáfall af því að það var svo mikill þungi. Líkaminn var að segja að það væri eitthvað mikið að og ég réði ekkert við það. Þetta lýsir sér þannig að ég hef átt erfitt með að sofa í langan tíma fyrir þetta atvik. Ég hef fengið svona lítil kvíðaköst þar sem ég finn að ég hef ekki stjórn á því hvernig mér líður en þetta var kvíðakast. Þetta gerðist þegar ég var í heimsókn hjá frænku minni í Danmörku og gerðist fimm um morguninn. Mér fannst ég ekki geta vakið fólkið, en eitthvað verð ég að gera. Það eina sem mér datt í hug, var að fara út.“ María segist hafa fundið kuldagalla sem frænka hennar átti og lagði af stað út úr íbúðinni. „Ég upplifði þarna frið og lækningu í náttúrunni. Ég sleppti mér algjörlega úti í náttúrunni og í dag er ég algjörlega háð því. Ég verð að komast nálægt trjám og Öskuhlíðinni hérna er algjörlega einstök,“ segir María sem eins og áður segir hannaði sérstakan galla fyrir kvenmenn sem hægt er að fara mjög auðveldlega í og skella sér í göngutúr í náttúrunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira