Innlit í fyrsta neyslurými á Íslandi Snorri Másson skrifar 10. mars 2022 21:30 Ylja er fyrsta neyslurýmið á Íslandi. Aðsend mynd Mikilvægt skref var stigið í átt til skaðaminnkunar í dag með opnun fyrsta neyslurýmis Rauða krossins, þar sem fólk getur komið og sprautað sig með vímuefnum í öruggu umhverfi. Neyslurýmið heitir Ylja - hún er færanlegur flutningabíll sem hefur verið innréttaður í nýjum tilgangi. Bíllinn opnar klukkan 10 og lokar klukkan 16, og miðað er við að hver gestur geti staldrað við í um fjörutíu mínútur eftir að skammturinn hefur verið tekinn inn. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, verkefnastýra hjá Frú Ragnheiði, segir marga sem nýti sér úrræði þeirra óttast stöðugt um líf sitt. Þeir séu enda að nota sterka ópíóða, sem er vel að merkja algengasta vímuefnið sem er sprautað í æð. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Rauði krossinn „Við erum að reyna að koma í veg fyrir ofskammta og að fólk sé að fá ofskammta úti. Við erum að heyra af mikið af dauðsföllum af völdum ópíóða og þetta er eitt skref í átt að því að koma í veg fyrir það,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar eru vinnudagarnir í neyslurými ekkert nauðsynlega erfiðari en aðrir vinnudagar. „Sumir dagar eru erfiðir eins og í öðrum vinnum, en þetta er mjög skemmtileg vinna og maður kynnist yndislegu fólki,“ segir Hafrún. Lyfjatengd andlát eru talin fleiri hér á landi en á öðrum Norðurlöndunum. Þau voru 24 bara á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Og hugmyndafræði skaðaminnkunar hefur um víða veröld rutt sér til rúms til höfuðs þessum vanda, þótt enn sé hún ekki óumdeild. „Fólk er að átta sig á mikilvægi skaðaminnkunar. Svona fordómar byggjast mjög oft á hræðslu og vanþekkingu og ég hvet bara alla til að kynna sér skaðaminnkandi hugmyndafræði,“ segir Hafrún. Með tilkomu Ylju er reiknað með að líkurnar á dauðsföllum minnki - enda heilbrigðisstarfsmaður alltaf á staðnum. Markmiðið er um leið að kortleggja þörfina á varanlegu húsnæði, með lengri opnunartíma og meiri þjónustu. Reykjavík Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Neyslurýmið heitir Ylja - hún er færanlegur flutningabíll sem hefur verið innréttaður í nýjum tilgangi. Bíllinn opnar klukkan 10 og lokar klukkan 16, og miðað er við að hver gestur geti staldrað við í um fjörutíu mínútur eftir að skammturinn hefur verið tekinn inn. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, verkefnastýra hjá Frú Ragnheiði, segir marga sem nýti sér úrræði þeirra óttast stöðugt um líf sitt. Þeir séu enda að nota sterka ópíóða, sem er vel að merkja algengasta vímuefnið sem er sprautað í æð. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Rauði krossinn „Við erum að reyna að koma í veg fyrir ofskammta og að fólk sé að fá ofskammta úti. Við erum að heyra af mikið af dauðsföllum af völdum ópíóða og þetta er eitt skref í átt að því að koma í veg fyrir það,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar eru vinnudagarnir í neyslurými ekkert nauðsynlega erfiðari en aðrir vinnudagar. „Sumir dagar eru erfiðir eins og í öðrum vinnum, en þetta er mjög skemmtileg vinna og maður kynnist yndislegu fólki,“ segir Hafrún. Lyfjatengd andlát eru talin fleiri hér á landi en á öðrum Norðurlöndunum. Þau voru 24 bara á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Og hugmyndafræði skaðaminnkunar hefur um víða veröld rutt sér til rúms til höfuðs þessum vanda, þótt enn sé hún ekki óumdeild. „Fólk er að átta sig á mikilvægi skaðaminnkunar. Svona fordómar byggjast mjög oft á hræðslu og vanþekkingu og ég hvet bara alla til að kynna sér skaðaminnkandi hugmyndafræði,“ segir Hafrún. Með tilkomu Ylju er reiknað með að líkurnar á dauðsföllum minnki - enda heilbrigðisstarfsmaður alltaf á staðnum. Markmiðið er um leið að kortleggja þörfina á varanlegu húsnæði, með lengri opnunartíma og meiri þjónustu.
Reykjavík Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00