„Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. mars 2022 13:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar og varaformaður þingflokks Vinstri grænna útilokaði ekki inngrip stjórnvalda af einhverju tagi vegna verðhækkana undanfari.ð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir telur ekki rétt að lækka álögur á eldsneytisverð. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar útilokar ekki að ríkið komi með stuðning að einhverju leyti vegna mikilla hækkana á hrávöruverði eins og olíu. Hún bendir á að fjármálastofnanir geti líka haft áhrif fari verðbólgan á flug. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar vill hraða orkuskiptum. Félag íslenskra bifreiðaeigenda skoraði formlega í gær á stjórnvöld að lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana undanfarið. Þá kom fram í Fréttablaðinu í dag að ASÍ, Neytendasamtökin og fleiri krefjist inngripa stjórnvalda vegna eldsneytishækkana. Fréttastofa sendi fjármálaráðherra fyrirspurn í morgun um hvort það standi til að ræða málið frekar eftir áskoranir úr ýmsum áttum. Ekki bárust svör fyrir hádegisfréttir en í gær kom fram að álögur á olíuverð hafi ekki verið ræddar. Staðan sé áminning um mikilvægi þess að ráðast í orkuskiptin í samgöngum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar og varaformaður þingflokks Vinstri grænna útilokaði ekki inngrip stjórnvalda af einhverju tagi vegna verðhækkana undanfarið í þættinum í Bítið í morgun. „Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum. Kannski verður um einhvern stuðning að ræða í einhverju formi ef stríðið heldur eitthvað áfram gætum við þurft að horfast í augu við það. Svo er alltaf spurning hvort fyrirtækin sjálf geti komið eitthvað að þessu. Samanber að bankarnir geti komið eitthvað að þessu ef verðbólgan fer eitthvað upp. Þetta þarf ekki alltaf að vera ríkið,“ sagði Bjarkey. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar og varaformaður þingflokks Pírata telur ekki rétt að lækka álögur á eldsneyti á þessum tímapunkti. „Stefnan ætti frekar að vera að einbeita sér að umhverfisvænni fararskjótum, flýta orkuskiptum og auka aðgengi lágtekjuhópa að umhverfisvænni farartækjum,“ segir Þórhildur Í nýrri skýrslu um orkumál sem kynnt var í vikunni kemur fram að þörf er á stóraukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Aðspurð hvort hún sé þá hlynnt fleiri virkjunum, segist Þórhildur taka lítið mark á skýrslunni. „Við eigum eftir að sjá hvort að það er nauðsynlegt að virkja. Ég held að aðalmálið sé að við komum okkur upp betra flutningskerfi og nýtum orkuna betur. Við vitum að heimilin í landinu nota 20% af allri raforku, restin er stóriðja. Þetta þarf ekki að vera svona að eilífu, það er alveg hægt að taka aðra stefnu í þessum málaflokki,“ segir Þórhildur. Hún segir jafnframt að ríkið geti gripið til ýmissa ráða varðandi hættu á aukinni verðbólgu. „Áður en stríð braust út í Evrópu vorum við komin með ákveðna heimatilbúna verðbólgu sem helgaðist af því að ríkið var búið að setja of mikið í eftirspurnarhliðina á húsnæði með ýmsum aðgerðum sem ýttu upp húsnæðisverðinu sem hefur gríðarlega mikil áhrif á verðbólguna. Það er stærsti liðurinn til að taka á verðbólgunni. Ríkið þarf að beita sér í að lækka þann kostnað sem að heimilin þurfa að greiða í þennan lið,“ segir Þórhildur. Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeigenda skoraði formlega í gær á stjórnvöld að lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana undanfarið. Þá kom fram í Fréttablaðinu í dag að ASÍ, Neytendasamtökin og fleiri krefjist inngripa stjórnvalda vegna eldsneytishækkana. Fréttastofa sendi fjármálaráðherra fyrirspurn í morgun um hvort það standi til að ræða málið frekar eftir áskoranir úr ýmsum áttum. Ekki bárust svör fyrir hádegisfréttir en í gær kom fram að álögur á olíuverð hafi ekki verið ræddar. Staðan sé áminning um mikilvægi þess að ráðast í orkuskiptin í samgöngum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar og varaformaður þingflokks Vinstri grænna útilokaði ekki inngrip stjórnvalda af einhverju tagi vegna verðhækkana undanfarið í þættinum í Bítið í morgun. „Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum. Kannski verður um einhvern stuðning að ræða í einhverju formi ef stríðið heldur eitthvað áfram gætum við þurft að horfast í augu við það. Svo er alltaf spurning hvort fyrirtækin sjálf geti komið eitthvað að þessu. Samanber að bankarnir geti komið eitthvað að þessu ef verðbólgan fer eitthvað upp. Þetta þarf ekki alltaf að vera ríkið,“ sagði Bjarkey. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar og varaformaður þingflokks Pírata telur ekki rétt að lækka álögur á eldsneyti á þessum tímapunkti. „Stefnan ætti frekar að vera að einbeita sér að umhverfisvænni fararskjótum, flýta orkuskiptum og auka aðgengi lágtekjuhópa að umhverfisvænni farartækjum,“ segir Þórhildur Í nýrri skýrslu um orkumál sem kynnt var í vikunni kemur fram að þörf er á stóraukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Aðspurð hvort hún sé þá hlynnt fleiri virkjunum, segist Þórhildur taka lítið mark á skýrslunni. „Við eigum eftir að sjá hvort að það er nauðsynlegt að virkja. Ég held að aðalmálið sé að við komum okkur upp betra flutningskerfi og nýtum orkuna betur. Við vitum að heimilin í landinu nota 20% af allri raforku, restin er stóriðja. Þetta þarf ekki að vera svona að eilífu, það er alveg hægt að taka aðra stefnu í þessum málaflokki,“ segir Þórhildur. Hún segir jafnframt að ríkið geti gripið til ýmissa ráða varðandi hættu á aukinni verðbólgu. „Áður en stríð braust út í Evrópu vorum við komin með ákveðna heimatilbúna verðbólgu sem helgaðist af því að ríkið var búið að setja of mikið í eftirspurnarhliðina á húsnæði með ýmsum aðgerðum sem ýttu upp húsnæðisverðinu sem hefur gríðarlega mikil áhrif á verðbólguna. Það er stærsti liðurinn til að taka á verðbólgunni. Ríkið þarf að beita sér í að lækka þann kostnað sem að heimilin þurfa að greiða í þennan lið,“ segir Þórhildur.
Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira
Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00