Fékk ekki að taka 250 þúsund króna sængurgjafirnar með sér heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. mars 2022 20:05 Guðrún fékk meðal annars barnabílstól, barnavagn og leikgrind. Skjáskot Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, fékk ekki að halda sængurgjöfum sem henni voru færðar á síðara undanúrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins, sem fór fram á laugardag. Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fór fram á laugardag. Guðrún Ýr Eyfjörð var ein þeirra tónlistarmanna sem stigu á svið til að skemmta áhorfendum meðan þeir biðu eftir niðurstöðum keppninnar. Hún flutti lagið Open Your Heart, sem Birgitta Haukdal flutti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2003. Að loknum flutningi steig Guðrún niður af sviðinu og Jón Jónsson, einn kynna keppninnar, greip hana til að ræða stuttlega við hana. Hann kom henni þó heldur betur á óvart og færði henni hverja gjöfina á fætur annarri, þar á meðal barnabílstól og barnavagn, en Guðrún á von á sínu fyrsta barni. Meðal gjafa voru leikgrind, barnabílstóll, barnavagn, göngugrind fyrir barnið og hreiður. Uppátækið vakti nokkra athygli og einhverjir hafa velt því fyrir sér hver hafi greitt fyrir gjafirnar, sem samkvæmt útreikningi fréttastofu kosta ekki minna en 250 þúsund krónur í heildina. Sá útreikningur fæst þó með því að velja lægsta mögulega verðið fyrir þær gjafir sem hún fékk. hver borgaði gjarirnar til GDRN ? #12stig— sourjuls (@sourjuls) March 5, 2022 Er skattpeningur íslenska verkalýðsins að fara í þetta?!! Barnadrasl fyrir GDRN! Mér blöskrar #12stig— Malín (@MalinEyfjord) March 5, 2022 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, einn kynna Söngvakeppninnar, segir í samtali við fréttastofu að Guðrún hafi ekki fengið að halda gjöfunum. Um hafi verið að ræða grín og Guðrún hafi vitað af því fyrir fram. „Þetta voru propp sem voru fengin að láni og öllu skilað. Þetta var nú bara brandari hjá okkur og þessu var öllu skilað. Guðrún vissi að það yrði smá grín,“ segir Ragnhildur. „Ríkisútvarpið má ekkert gefa svona gjafir þannig að það var gengið út frá því strax að þessu yrði skilað og þess vegna var þetta allt sett í plast og sellófan.“ Hægt er að horfa á uppátækið hér en það hefst þegar klukkutími og fjórar mínútur eru liðnar. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fór fram á laugardag. Guðrún Ýr Eyfjörð var ein þeirra tónlistarmanna sem stigu á svið til að skemmta áhorfendum meðan þeir biðu eftir niðurstöðum keppninnar. Hún flutti lagið Open Your Heart, sem Birgitta Haukdal flutti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2003. Að loknum flutningi steig Guðrún niður af sviðinu og Jón Jónsson, einn kynna keppninnar, greip hana til að ræða stuttlega við hana. Hann kom henni þó heldur betur á óvart og færði henni hverja gjöfina á fætur annarri, þar á meðal barnabílstól og barnavagn, en Guðrún á von á sínu fyrsta barni. Meðal gjafa voru leikgrind, barnabílstóll, barnavagn, göngugrind fyrir barnið og hreiður. Uppátækið vakti nokkra athygli og einhverjir hafa velt því fyrir sér hver hafi greitt fyrir gjafirnar, sem samkvæmt útreikningi fréttastofu kosta ekki minna en 250 þúsund krónur í heildina. Sá útreikningur fæst þó með því að velja lægsta mögulega verðið fyrir þær gjafir sem hún fékk. hver borgaði gjarirnar til GDRN ? #12stig— sourjuls (@sourjuls) March 5, 2022 Er skattpeningur íslenska verkalýðsins að fara í þetta?!! Barnadrasl fyrir GDRN! Mér blöskrar #12stig— Malín (@MalinEyfjord) March 5, 2022 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, einn kynna Söngvakeppninnar, segir í samtali við fréttastofu að Guðrún hafi ekki fengið að halda gjöfunum. Um hafi verið að ræða grín og Guðrún hafi vitað af því fyrir fram. „Þetta voru propp sem voru fengin að láni og öllu skilað. Þetta var nú bara brandari hjá okkur og þessu var öllu skilað. Guðrún vissi að það yrði smá grín,“ segir Ragnhildur. „Ríkisútvarpið má ekkert gefa svona gjafir þannig að það var gengið út frá því strax að þessu yrði skilað og þess vegna var þetta allt sett í plast og sellófan.“ Hægt er að horfa á uppátækið hér en það hefst þegar klukkutími og fjórar mínútur eru liðnar.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira