Innlent

Vara við hættulegum holum á höfuðborgarsvæðinu

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Unnið er að viðgerðum víðast hvar. 
Unnið er að viðgerðum víðast hvar. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við því að víða hafi myndast hættulegar holur á stofn og tengibrautum en að sögn lögreglu hafa tugir bíla skemmst af völdum holanna.

Í færslu lögreglunnar á Facebook er biðlað til ökumanna að fylgjast vel með yfirborði gatna og aka varlega þar sem unnið er að viðgerðum.

Þá hefur Vegagerðin sömuleiðis varað við holum sem hafa myndast víða í vegum á Suður- og Vesturlandi en slæm tíð síðustu vikur hafa gert það að verkum að holur hafa myndast víða.

Greint var frá því í síðustu viku að Vegagerðinni hafi borist holskefla tilkynninga vegna skemmda á bílum og höfðu vegagerðarmenn vart undan við að fylla upp í holurnar.

Forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar sagði þá að um bráðabirgðaviðgerðir væri að ræða til að fylla í hættulegustu holurnar sem síðan yrði farið aftur yfir í vor.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×