Innlent

Fjár­mála­stjóri Eflingar sagði upp af per­sónu­legum á­stæðum

Árni Sæberg skrifar
Óskar Örn Ágústsson hefur sagt upp starfi sínu sem fjármálastjóri Eflingar.
Óskar Örn Ágústsson hefur sagt upp starfi sínu sem fjármálastjóri Eflingar. Samsett

Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum.

Greint var frá því í dag að Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri Eflingar, hefði sagt upp störfum hjá félaginu en hann neitaði að tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum fyrr í dag.

Nú hefur hann haft samband við Vísi og staðfest uppsögnina. Hann tekur fram að uppsögnin hafi verið að hans frumkvæði og án nokkurs þrýstings frá einum né neinum og tengist engum málum innanhúss.

Hann hafi ekki viljað tjá sig um málið fyrr í dag enda hafi hann ekki verið búinn að tilkynna samstarfsfólki sínu um uppsögnina.


Tengdar fréttir

Tjáir sig ekki um meinta upp­sögn

Heimildir fréttastofu herma að Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri Eflingar hafi sagt upp störfum. Óskar Örn neitar að tjá sig um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×