Lífið

Britney gefur í skyn að hún sé gengin í hnapphelduna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Britney Spears og Sam Asghari kynntust árið 2016 og opinberuðu samband sitt ári síðar.
Britney Spears og Sam Asghari kynntust árið 2016 og opinberuðu samband sitt ári síðar. Getty/ Axelle/Bauer-Griffin

Bandaríska söngkonan Britney Spears og Sam Asghari virðast hafa gengið í það heilaga því í færslu á Instagram kallar hún Sam „eiginmann“ sinn.

Britney birti ljósmynd af Sam í tilefni afmælisdagsins hans og skrifaði til hans fögur orð og það var þá sem hún kallaði hann eiginmann sinn, aðdáendum til mikillar gleði.

„Svo ótrúleg mynd af eiginmanninum mínum“.

Sam er íranskur að uppruna og starfar sem fyrirsæta. Hann flutti til Bandaríkjanna þegar hann var 12 ára.

Þau Britney og Sam hafa verið saman frá árinu 2016 en þau tilkynntu um trúlofun í fyrra. Parið kynntist við gerð tónlistarmyndbandsins „Slumber Party“ árið 2016 þar sem Sam lék ástarviðfang söngkonunnar.

Britney hefur látið drauma sína rætast síðan hún hlaut fullt sjálfræði en áður var hún undir stjórn föður síns sem var lögráðamaður hennar.


Tengdar fréttir

Pabbi Britney ekki lengur við stýrið

Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.