Lífið

Út­gáfu­réttur að bók Brit­n­ey seldist á tæpa tvo milljarða ís­lenskra króna

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Tónlistarkonan Britney Spears skrifaði nýlega undir útgáfusamning við bandaríska bókaútgáfufyrirtækið Simon & Schuster.
Tónlistarkonan Britney Spears skrifaði nýlega undir útgáfusamning við bandaríska bókaútgáfufyrirtækið Simon & Schuster. AP/Chris Pizzello

Tónlistarkonan Britney Spears hyggst segja sögu sína í væntanlegri bók. Samkvæmt heimildum bandaríska tímaritsins People hefur Spears skrifað undir samning við bókaútgáfuna Simon & Schuster upp á fimmtán milljónir dollara.

„Hún er að fara skrifa söguna sjálfa, alla söguna. Hún á eiginlega bara klapp skilið! Hún á bara skilið að segja okkur hvað raunverulega gekk á hennar megin,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem greindi frá þessum tíðindum í Brennslutei vikunnar á FM957.

Nýlega gaf systir hennar, Jamie Lynn, út bókina Things I Should Have Said þar sem hún opnar sig meðal annars um samband sitt við systur sína og sitt hlutverk í umdeildu forræðismálinu fyrir Britney.

Sjá einnig: Brit­n­ey krefst þess að Jamie Lynn hætti að tala illa um sig

Britney hefur gagnrýnt systur sína harðlega fyrir það að reyna græða á sinn kostað með útgáfu bókarinnar. En hún segir jafnframt að Jamie Lynn hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna.

Nú hefur Britney því ákveðið að segja söguna sjálf og börðust útgáfufyrirtæki um réttinn að bókinni, sem seldist að lokum fyrir fimmtán milljónir dollara eða tæpar tvo milljarða íslenskar krónur.

Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni.


Tengdar fréttir

Brit­n­ey krefst þess að Jamie Lynn hætti að tala illa um sig

Lögmenn Britney Spears hafa farið fram á það að systir hennar, Jamie Lynn, hætti að tala illa um Britney í auglýsingaherferð fyrir bók sem hún var að gefa út. Í bréfi, sem lögmaður Britney hefur sent Jamie Lynn, segir hann sjálfsævisöguna innihalda villandi og fáránlegar staðhæfingar um Britney.

Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum

Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×