Nóg að gera hjá forsætisráðherra í Brussel Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 22:16 Forsætisráðherra ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Facebook/Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra varði síðastliðnum sólarhring í Brussel þar sem hún fundaði meðal annars með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins um stríðið í Úkraínu og flutti ávarp í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur haft nóg að gera undanfarinn sólarhring en á dagskránni voru hvorki meira né minna en þrír fundir og ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Frá þessu greinir Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Í gærkvöldi fundaði hún með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, um stöðuna sem komin er upp í Úkraínu eftri innrás Rússa í landið. Katrín segir stöðuna skelfilega. Í morgun fundaði hún svo með Robertu Metsola, forseta Evrópuþingsins og Elisabeth Moreno, jafnréttisráðherra Frakklands. Mikið verk óunnið í baráttunni við kynbundið ofbeldi Í dag flutti forsætisráðherra svo ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Þar fór ég yfir stöðu jafnréttismála á Íslandi og hvernig kvennahreyfingin hefði byggt á samstöðu kvenna, þvert á flokka, kynslóðir og stéttir,“ segir hún. Þá ræddi hún mikilvægar kerfibreytingar á borð við fæðingarorlof sem skiptist jafnt milli beggja foreldra, jafnlaunavottun og breytingar á þungunarrofslöggjöf sem styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna, sem hafi stuðlað að jafnrétti. „Þessar kerfisbreytingar hafa ekki komið af sjálfu sér heldur eru þær afrakstur baráttu sem hefur skilað sér í pólitískri stefnumótun og raunverulegri viðhorfsbreytingu til jafnréttis,“ segir Katrín. Þá lagði hún sérstaka áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi en hún segir að þó mikið hafi verið gert á undanförnum sé mikið verk enn óunnið í þeim efnum. „Það er til dæmis sláandi staðreynd að helmingur allra ofbeldisglæpa á Íslandi er heimilisofbeldi. Bara sú staðreynd segir okkur að við eigum langt í land,“ segir hún. Forsætisráðherra Belga gaf Katrínu bók Að lokum fundaði Katrín með Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, en þau ræddu orkuskipti, loftslagsmál, jafnréttismál og auðvitað mál málanna um þessar mundir, stöðuna í Úkraínu og áhrif innrásar Rússa á öryggismál í Evrópu. „Hann gaf mér bók sem hann skrifaði um jafnréttismál sem fjallar um hvernig femínismi getur bjargað körlum – ekki síður en konum,“ segir Katrín um fund þeirra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Belgía Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur haft nóg að gera undanfarinn sólarhring en á dagskránni voru hvorki meira né minna en þrír fundir og ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Frá þessu greinir Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Í gærkvöldi fundaði hún með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, um stöðuna sem komin er upp í Úkraínu eftri innrás Rússa í landið. Katrín segir stöðuna skelfilega. Í morgun fundaði hún svo með Robertu Metsola, forseta Evrópuþingsins og Elisabeth Moreno, jafnréttisráðherra Frakklands. Mikið verk óunnið í baráttunni við kynbundið ofbeldi Í dag flutti forsætisráðherra svo ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Þar fór ég yfir stöðu jafnréttismála á Íslandi og hvernig kvennahreyfingin hefði byggt á samstöðu kvenna, þvert á flokka, kynslóðir og stéttir,“ segir hún. Þá ræddi hún mikilvægar kerfibreytingar á borð við fæðingarorlof sem skiptist jafnt milli beggja foreldra, jafnlaunavottun og breytingar á þungunarrofslöggjöf sem styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna, sem hafi stuðlað að jafnrétti. „Þessar kerfisbreytingar hafa ekki komið af sjálfu sér heldur eru þær afrakstur baráttu sem hefur skilað sér í pólitískri stefnumótun og raunverulegri viðhorfsbreytingu til jafnréttis,“ segir Katrín. Þá lagði hún sérstaka áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi en hún segir að þó mikið hafi verið gert á undanförnum sé mikið verk enn óunnið í þeim efnum. „Það er til dæmis sláandi staðreynd að helmingur allra ofbeldisglæpa á Íslandi er heimilisofbeldi. Bara sú staðreynd segir okkur að við eigum langt í land,“ segir hún. Forsætisráðherra Belga gaf Katrínu bók Að lokum fundaði Katrín með Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, en þau ræddu orkuskipti, loftslagsmál, jafnréttismál og auðvitað mál málanna um þessar mundir, stöðuna í Úkraínu og áhrif innrásar Rússa á öryggismál í Evrópu. „Hann gaf mér bók sem hann skrifaði um jafnréttismál sem fjallar um hvernig femínismi getur bjargað körlum – ekki síður en konum,“ segir Katrín um fund þeirra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Belgía Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira