Lífið

Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Nokkrar af dýrustu eignunum sem seldar voru á Íslandi árið 2021.
Nokkrar af dýrustu eignunum sem seldar voru á Íslandi árið 2021. Samsett

Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021.

Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent.

Það vekur athygli þegar listinn er skoðaður að Bryggjugatan í Reykjavík náði þeim árangri að eiga nokkrar á listanum. Staðsetningin á nýbyggingunum spilar þar stórt hlutverk ásamt nútímalegri hönnun og stílhreinum innanhússarkitektúr. Dýrasta eignin sem seldist hér á landi á síðasta ári var seld á 480 milljónir. 

Eignirnar má skoða í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Dýrustu eignirnar sem seldar voru árið 2021

Tengdar fréttir

Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns

Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari.

Aldrei selst fleiri í­búðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið

Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×