Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 15:38 Sorphirða í Reykjavík hefur tafist nokkuð undanfarnar vikur, bæði vegna veðurs og veikinda. Mynd/Aðsend Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. Sorphirða í Reykjavík er nú talsvert á eftir áætlun en starfsfólk sorphirðunnar vinnur nú eftir fremsta megni við að ná áætlun. Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir snjó, veikindi og ófærð gera það að verkum að sorphirða hefur tafist. „Við erum búin að vinna alla laugardaga frá áramótum fyrir utan einn. Það hefur vantað um 20% starfsfólks vegna Covid-veikinda síðastliðnar þrjár vikur en vonandi fer að rétta úr því næstu daga,“ segir Inga Rún í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að nú sé unnið samkvæmt dagatali í almennu heimilissorpi, það er gráa tunnan, en ákveðið var að sleppa einni umferð í pappír og plasti, bláu og grænu tunnurnar, til að leggja áherslu á almenna heimilissorpið. „Núna er einn bíll farinn í endurvinnsluúrganginn en venjulegast eru það fjórir bílar sem sækja hann heim til fólks. Síðustu þrjár vikur hafa allir bílar verið í því að hirða blandaða úrganginn í gráu tunnunni því það er það sem fólk getur ekki losnað við annars staðar,“ segir Inga Rún en fólk hefur möguleika á að fara sjálft með pappír og plast á grenndarstöðvar eða endurvinnslustöðvar. Komast stundum ekki að tunnunum Almennt er hirðan á almennu heimilissorpi á áætlun en þó hefur þurft að skilja tunnur eftir vegna tíðarfarsins, þar sem starfsfólk hefur ekki komist að tunnum og sorpgeymslum vegna snjófarga inni á lóðum og bílum sem er illa lagt. „Við erum að vinna samkvæmt sorphirðudagatalinu í öllum flokkum og erum að gera okkar besta til að standast áætlunina. Tilkynningar um frávik verða settar inn á vef sorphirðunnar https://reykjavik.is/sorphirda. Óvissuþættirnir eru Covid og veðrið,“ segir Inga Rún. Hún biðlar til fólks að ganga vel frá sorpi til að hirðan gangi sem best. „Starfsfólk sorphirðunnar þakkar íbúum fyrir þolinmæði og tillitsemi í þessum aðstæðum sem hafa ríkt að undanförnu.“ Veður Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira
Sorphirða í Reykjavík er nú talsvert á eftir áætlun en starfsfólk sorphirðunnar vinnur nú eftir fremsta megni við að ná áætlun. Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir snjó, veikindi og ófærð gera það að verkum að sorphirða hefur tafist. „Við erum búin að vinna alla laugardaga frá áramótum fyrir utan einn. Það hefur vantað um 20% starfsfólks vegna Covid-veikinda síðastliðnar þrjár vikur en vonandi fer að rétta úr því næstu daga,“ segir Inga Rún í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að nú sé unnið samkvæmt dagatali í almennu heimilissorpi, það er gráa tunnan, en ákveðið var að sleppa einni umferð í pappír og plasti, bláu og grænu tunnurnar, til að leggja áherslu á almenna heimilissorpið. „Núna er einn bíll farinn í endurvinnsluúrganginn en venjulegast eru það fjórir bílar sem sækja hann heim til fólks. Síðustu þrjár vikur hafa allir bílar verið í því að hirða blandaða úrganginn í gráu tunnunni því það er það sem fólk getur ekki losnað við annars staðar,“ segir Inga Rún en fólk hefur möguleika á að fara sjálft með pappír og plast á grenndarstöðvar eða endurvinnslustöðvar. Komast stundum ekki að tunnunum Almennt er hirðan á almennu heimilissorpi á áætlun en þó hefur þurft að skilja tunnur eftir vegna tíðarfarsins, þar sem starfsfólk hefur ekki komist að tunnum og sorpgeymslum vegna snjófarga inni á lóðum og bílum sem er illa lagt. „Við erum að vinna samkvæmt sorphirðudagatalinu í öllum flokkum og erum að gera okkar besta til að standast áætlunina. Tilkynningar um frávik verða settar inn á vef sorphirðunnar https://reykjavik.is/sorphirda. Óvissuþættirnir eru Covid og veðrið,“ segir Inga Rún. Hún biðlar til fólks að ganga vel frá sorpi til að hirðan gangi sem best. „Starfsfólk sorphirðunnar þakkar íbúum fyrir þolinmæði og tillitsemi í þessum aðstæðum sem hafa ríkt að undanförnu.“
Veður Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira