Lífið

Átján mánaða vinna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kári og Ragnar eru einstaklega færir í sínum starfi. 
Kári og Ragnar eru einstaklega færir í sínum starfi. 

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 á miðvikudaginn sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri.

Margir muna eflaust eftir því þegar Sindri Sindrason leit við hjá þeim í Heimsókn á Stöð 2 og sá hvernig þeir tóku fallega íbúð sína í Vesturbænum í gegn.

Sindri Sindrason hitti þá núna í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddi við þá um þættina.

„Við erum að fara hanna rými og við heimsækjum sex mismunandi einstaklinga og þetta eru sex þættir eru bara að fara byrja,“ segir Kári en áhorfendur fá að sjá lokaútkomuna í hverjum þætti en í fyrsta þætti er farið heim til Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem er með mjög skemmtilegan smekk.

„Við lifum og hrærumst í þessu og vorum ekki lengi að fara um borð í bátinn í þessu verkefni,“ segir Ragnar en þættirnir hafa verið í vinnslu í átján mánuði.

Hér að neðan má sjá viðtalið við þá Kára og Ragnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×