Bingóspilarar einróma um lokun Vinabæjar: „Ömurlegt!“ Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 28. febrúar 2022 19:29 Tímamót í Vinabæ Vísir/Arnar Hinsta bingóið í Vinabæ stendur nú yfir. Eftir bingóið í kvöld verður dyrum bingósalsins vinsæla lokað fyrir fullt og allt. Bingóspilarar eru ekki kátir með breytingarnar. Óþekktur aðili hefur fest kaup á húsnæðinu í Skipholti sem hýsir bingóið í Vinabæ. Þar hefur bingó verið spilað í 32 ár, frá árinu 1990. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, leit við í Vinabæ í kvöld þar sem hún ræddi við bingóspilara, sem eru á sama báti þegar kemur að skoðunum á því að Vinabær sé að loka. „Mér finnst þetta hræðilegt bara. Eitt orð yfir það,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir, sem staðið hefur vaktina í Vinabæ lengi við það að selja bingóspjöld. Fólkið, bingóspilararnir og samstarfsmennirnir eru það sem Hafdís mun sakna mest við Vinabæ. Hún segist ekki vita hvað taki við nú. „Maður veit ekki. Ég er náttúrulega í annarri vinnu en við erum allar að missa vinnuna okkar.“ Þetta er ekki bara erfitt fyrir spilarana? „Nei, þetta er líka erfitt fyrir okkur. Að missa þetta, þetta er eins og félagsmiðstöð.“ Bingóspilararnir sem fréttastofa ræddi við í kvöld eru ekki kátir með að Vinabær sé að loka. Söguleg stund í Vinabæ, síðasta bingóið.Vísir/Arnar „Þetta er ömurlegt. Ömurlegt að þetta skuli vera að hætta. Mér finnst að það eigi ekki að vera leyfi fyrir því,“ sagði Guðný Pálína Adolfsdóttir. „Gulli hlýtur að opna aftur, ég trúi ekki öðru,“ sagði hún og vísaði þar til Guðlaugar Sigmundssonar, framkvæmdastjóra bingósins. Sigþór Elíasson hefur spilað bingó í Vinabæ nánast frá opnun. Hann er ekki hrifinn af því að Vinabær sé að loka. „Mér líður illa með það. Þetta er alveg hörmung.“ Og undir þetta tók sú þriðja. „Mér finnst þetta ömurlegt, alveg í einu orði sagt. Þetta er eina sem maður orðið gerir.“ Rætt var við Guðlaug bingóstjóra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík Tímamót Eldri borgarar Tengdar fréttir Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Óþekktur aðili hefur fest kaup á húsnæðinu í Skipholti sem hýsir bingóið í Vinabæ. Þar hefur bingó verið spilað í 32 ár, frá árinu 1990. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, leit við í Vinabæ í kvöld þar sem hún ræddi við bingóspilara, sem eru á sama báti þegar kemur að skoðunum á því að Vinabær sé að loka. „Mér finnst þetta hræðilegt bara. Eitt orð yfir það,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir, sem staðið hefur vaktina í Vinabæ lengi við það að selja bingóspjöld. Fólkið, bingóspilararnir og samstarfsmennirnir eru það sem Hafdís mun sakna mest við Vinabæ. Hún segist ekki vita hvað taki við nú. „Maður veit ekki. Ég er náttúrulega í annarri vinnu en við erum allar að missa vinnuna okkar.“ Þetta er ekki bara erfitt fyrir spilarana? „Nei, þetta er líka erfitt fyrir okkur. Að missa þetta, þetta er eins og félagsmiðstöð.“ Bingóspilararnir sem fréttastofa ræddi við í kvöld eru ekki kátir með að Vinabær sé að loka. Söguleg stund í Vinabæ, síðasta bingóið.Vísir/Arnar „Þetta er ömurlegt. Ömurlegt að þetta skuli vera að hætta. Mér finnst að það eigi ekki að vera leyfi fyrir því,“ sagði Guðný Pálína Adolfsdóttir. „Gulli hlýtur að opna aftur, ég trúi ekki öðru,“ sagði hún og vísaði þar til Guðlaugar Sigmundssonar, framkvæmdastjóra bingósins. Sigþór Elíasson hefur spilað bingó í Vinabæ nánast frá opnun. Hann er ekki hrifinn af því að Vinabær sé að loka. „Mér líður illa með það. Þetta er alveg hörmung.“ Og undir þetta tók sú þriðja. „Mér finnst þetta ömurlegt, alveg í einu orði sagt. Þetta er eina sem maður orðið gerir.“ Rætt var við Guðlaug bingóstjóra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík Tímamót Eldri borgarar Tengdar fréttir Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40