Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 13:25 Þær Dagrún, Guðbjörg og Kara voru fegnar að fá að gista í fjöldahjálparstöð Rauða krossins eftir að hafa setið fastar á heiðinni í marga klukkutíma. Aðsend Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins. Björgunarsveitir voru í nótt kallaðar út vegna vegfarenda sem sátu fastir í bílum í Þrengslunum og á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum í aftakaveðri til klukkan 05:00. Bílstjórar í alls átta bílum hafi verið fastir við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Ein þeirra sem lenti í vandræðum á heiðinni var Kara Björk Sævarsdóttir. En það sem byrjaði sem sakleysisleg bústaðaferð í Bláskógarbyggð þróaðist út í margra klukkutíma svaðilför heim, bið eftir björgunarsveitum og far með snjóruðningstæki. „Við vorum komnar hingað niður til Rauða krossins klukkan um hálf sex og fengum við að vera þar. Við erum enn hjá Rauða krossinum,“ sagði Kara í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kara Björk og vinkonurnar tvær reyndu eins og þær gátu að gera það besta úr þeirri stöðu sem upp var komin. Þær eru fullar þakklætis í garð Rauða krossins. „Þetta var bara ótrúlega notalegt. Við bjuggum til kósíhorn, settum niður fullt af teppum og lögðumst niður á gólfið við þrjár. Það var bara svo gott að komast úr bílnum eftir að hafa verið föst í bíl upp á heiði í svo ótrúlega langan tíma,“ sagði Kara. „Nú erum við bara þakklátar fyrir að geta verið hérna hjá Rauða krossinum og erum núna bara að bíða eftir fari heim.“ Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Björgunarsveitir voru í nótt kallaðar út vegna vegfarenda sem sátu fastir í bílum í Þrengslunum og á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum í aftakaveðri til klukkan 05:00. Bílstjórar í alls átta bílum hafi verið fastir við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Ein þeirra sem lenti í vandræðum á heiðinni var Kara Björk Sævarsdóttir. En það sem byrjaði sem sakleysisleg bústaðaferð í Bláskógarbyggð þróaðist út í margra klukkutíma svaðilför heim, bið eftir björgunarsveitum og far með snjóruðningstæki. „Við vorum komnar hingað niður til Rauða krossins klukkan um hálf sex og fengum við að vera þar. Við erum enn hjá Rauða krossinum,“ sagði Kara í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kara Björk og vinkonurnar tvær reyndu eins og þær gátu að gera það besta úr þeirri stöðu sem upp var komin. Þær eru fullar þakklætis í garð Rauða krossins. „Þetta var bara ótrúlega notalegt. Við bjuggum til kósíhorn, settum niður fullt af teppum og lögðumst niður á gólfið við þrjár. Það var bara svo gott að komast úr bílnum eftir að hafa verið föst í bíl upp á heiði í svo ótrúlega langan tíma,“ sagði Kara. „Nú erum við bara þakklátar fyrir að geta verið hérna hjá Rauða krossinum og erum núna bara að bíða eftir fari heim.“
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22
Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22
Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50