Allar líkur á að meira verði um aftakaveður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 12:25 Rauðar, appelsínugular og gular viðvaranir hafa verið tíðar í febrúar. vísir/vilhelm Nauðsynlegt er að búa fólk undir breyttan heim þar sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Tengiliður Íslands við nefndina segir allar líkur á því að aftakaveður verði algengara hér á landi og að nauðsynlegt sé að grípa til aðlögunaraðgerða. Önnur af sex skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í dag en í henni er fjallað um afleiðingar breytinganna og til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast þeim. Hér er ekki verið að tala um aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og jafnframt tengiliður Íslands við nefndina segir skýrsluna sýna ótvírætt fram á að loftslagsbreytingar af mannavöldum ógni velferð fólks. „Ef frekari seinkun verður á samhentum aðgerðum á heimsvísu geta tækifæri glatast til þess að skapa lífvænlegri og sjálfbærari framtíð.“ Breytingarnar hafi nú þegar valdið víðtækum og neikvæðum áhrifum. Viðkvæm vistkerfi og samfélög sem höllustum fæti standa hafi þar orðið verst úti. Í skýrslunni er vísað til sífellt algengari atburða á borð við aftakahita, þurrka, flóða og skógarelda. Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri.Vísir/AP Anna Hulda segir ýmis merki um þetta á Íslandi. „Það eru meiri öfgar í veðri. Fáum meiri rigningu á styttir tíma. Það hlýnar á Íslandi, sem mörgum finnst kannski ekkert mjög slæmt fyrir okkur, en svo hefur þetta áhrif á hafið í kringum Ísland. Það súrnar hraðar hér en víðs vegar annars staðar á hnettinum og það hefur ýmsar afleiðingar sem erfitt er að spá fyrir um. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem jöklarnir bráðna. Og svo eru til dæmis þurrkar, samhliða því að við getum verið að sjá öfgarigningu á stuttum tíma getum við verið að sjá þurrka eins og síðasta sumar. Og þá getum við jafnvel verið að sjá gróðurelda sem hafa verið að gerast í auknum mæli á Íslandi.“ Þetta sé hluti af þróun sem haldi áfram. „Það eru allar líkur á því að við munum halda áfram að sjá svona aftakaveður og að það muni færast í aukana. “ Stjórnvöld unnu svokallaða hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum í fyrra og Anna Hulda segir að nú þurfi að fylgja henni eftir. „Ég myndi segja að það mikilvægasta sé að fara í að útbúa aðgerðaáætlun um aðlögun á Íslandi sem mun byggja á stefnunni sem kom úr 2021,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður á Veðurstofu Íslands. Tengd skjöl IPCC_Februar2022_FrettatilkynningPDF543KBSækja skjal Loftslagsmál Veður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Önnur af sex skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í dag en í henni er fjallað um afleiðingar breytinganna og til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast þeim. Hér er ekki verið að tala um aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og jafnframt tengiliður Íslands við nefndina segir skýrsluna sýna ótvírætt fram á að loftslagsbreytingar af mannavöldum ógni velferð fólks. „Ef frekari seinkun verður á samhentum aðgerðum á heimsvísu geta tækifæri glatast til þess að skapa lífvænlegri og sjálfbærari framtíð.“ Breytingarnar hafi nú þegar valdið víðtækum og neikvæðum áhrifum. Viðkvæm vistkerfi og samfélög sem höllustum fæti standa hafi þar orðið verst úti. Í skýrslunni er vísað til sífellt algengari atburða á borð við aftakahita, þurrka, flóða og skógarelda. Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri.Vísir/AP Anna Hulda segir ýmis merki um þetta á Íslandi. „Það eru meiri öfgar í veðri. Fáum meiri rigningu á styttir tíma. Það hlýnar á Íslandi, sem mörgum finnst kannski ekkert mjög slæmt fyrir okkur, en svo hefur þetta áhrif á hafið í kringum Ísland. Það súrnar hraðar hér en víðs vegar annars staðar á hnettinum og það hefur ýmsar afleiðingar sem erfitt er að spá fyrir um. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem jöklarnir bráðna. Og svo eru til dæmis þurrkar, samhliða því að við getum verið að sjá öfgarigningu á stuttum tíma getum við verið að sjá þurrka eins og síðasta sumar. Og þá getum við jafnvel verið að sjá gróðurelda sem hafa verið að gerast í auknum mæli á Íslandi.“ Þetta sé hluti af þróun sem haldi áfram. „Það eru allar líkur á því að við munum halda áfram að sjá svona aftakaveður og að það muni færast í aukana. “ Stjórnvöld unnu svokallaða hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum í fyrra og Anna Hulda segir að nú þurfi að fylgja henni eftir. „Ég myndi segja að það mikilvægasta sé að fara í að útbúa aðgerðaáætlun um aðlögun á Íslandi sem mun byggja á stefnunni sem kom úr 2021,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður á Veðurstofu Íslands. Tengd skjöl IPCC_Februar2022_FrettatilkynningPDF543KBSækja skjal
Loftslagsmál Veður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira