Halda ró sinni en tilbúin með vegabréfið ef allt fer á versta veg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2022 20:00 Jóhann Guðmundsson, Arna Pálsdóttir og Edda Þórunn Þórarinsdóttir. vísir Fólk er ekki bara óttaslegið í Úkraínu. Í Slóvakíu og Ungverjalandi búa um 200 íslenskir læknanemar sem hafa áhyggjur af næstu skrefum. Læknanemar á báðum stöðum halda ró sinni en eru tilbúnir með vegabréfin ef að allt fer á versta veg. Fjöldi íslenskra læknanema er búsettur í Slóvakíu og Ungverjalandi, en löndin eiga landamæri að Úkraínu. Læknanemar á svæðinu segja flesta óttaslegna en að fólk haldi ró sinni. „Maður er svolítið hræddur því maður hefur ekki verið í þessari stöðu áður en við metum þetta frá degi til dags og sjáum hvað næsti dagur hefur í för með sér. Það er það eina í stöðunni akkúrat núna,“ segir Edda Þórunn Þórarinsdóttir, læknanemi í Slóvakíu. Formenn félags íslenskra læknanema í Slóvakíu og Ungverjalandi höfðu samband við Utanríkisráðuneytið og létu vita af hópnum og var ráðuneytið með þessi skilaboð. „Við eigum bara að vera tilbúin ef eitthvað gerist. Vera tilbúin með vegabréf og helstu nauðsynjar,“ sagði Jóhann Guðmundsson, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi. Þau segjast ekki vita af Íslendingum sem ætla heim vegna ástandsins. Skólahald helst óbreytt og því lítið annað að gera en að bíða eftir fregnum og sjá hvernig næstu skref verða. Jóhann segir að fjölskyldan heima á Íslandi sé helst áhyggjufull og stelpurnar taka undir það. „Ég er búin að fá símhringingar frá vinkonum, mömmu og fleirum. Allir að spyrja hvort við séum örugg en við vitum ekki neitt. Við lesum bara fréttir eins og hver annar Íslendingur,“ sagði Edda Þórunn. „Ég held að það sé bara mikilvægt að halda ró sinni. Auðvitað er fólki brugðið og áhyggjufullt en það þýðir ekki að æða áfram í einhverri hræðslu. Meta stöðuna frá degi til dags,“ sagði Arna Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir nemar þurfa að vera tilbúnir til þess að bregðast hratt við í óvissuástandi því að fyrir einu og hálfu ári þurftu þeir að flýja í kappi við tímann yfir landamæri sem voru á barmi þess að lokast vegna heimsfaraldurs. „Þetta hefur verið mjög skrítið í mjög langan tíma og þetta er ekki beint að batna,“ sagði Jóhann. Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Ungverjaland Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Fjöldi íslenskra læknanema er búsettur í Slóvakíu og Ungverjalandi, en löndin eiga landamæri að Úkraínu. Læknanemar á svæðinu segja flesta óttaslegna en að fólk haldi ró sinni. „Maður er svolítið hræddur því maður hefur ekki verið í þessari stöðu áður en við metum þetta frá degi til dags og sjáum hvað næsti dagur hefur í för með sér. Það er það eina í stöðunni akkúrat núna,“ segir Edda Þórunn Þórarinsdóttir, læknanemi í Slóvakíu. Formenn félags íslenskra læknanema í Slóvakíu og Ungverjalandi höfðu samband við Utanríkisráðuneytið og létu vita af hópnum og var ráðuneytið með þessi skilaboð. „Við eigum bara að vera tilbúin ef eitthvað gerist. Vera tilbúin með vegabréf og helstu nauðsynjar,“ sagði Jóhann Guðmundsson, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi. Þau segjast ekki vita af Íslendingum sem ætla heim vegna ástandsins. Skólahald helst óbreytt og því lítið annað að gera en að bíða eftir fregnum og sjá hvernig næstu skref verða. Jóhann segir að fjölskyldan heima á Íslandi sé helst áhyggjufull og stelpurnar taka undir það. „Ég er búin að fá símhringingar frá vinkonum, mömmu og fleirum. Allir að spyrja hvort við séum örugg en við vitum ekki neitt. Við lesum bara fréttir eins og hver annar Íslendingur,“ sagði Edda Þórunn. „Ég held að það sé bara mikilvægt að halda ró sinni. Auðvitað er fólki brugðið og áhyggjufullt en það þýðir ekki að æða áfram í einhverri hræðslu. Meta stöðuna frá degi til dags,“ sagði Arna Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir nemar þurfa að vera tilbúnir til þess að bregðast hratt við í óvissuástandi því að fyrir einu og hálfu ári þurftu þeir að flýja í kappi við tímann yfir landamæri sem voru á barmi þess að lokast vegna heimsfaraldurs. „Þetta hefur verið mjög skrítið í mjög langan tíma og þetta er ekki beint að batna,“ sagði Jóhann.
Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Ungverjaland Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira