Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Snorri Másson skrifar 24. febrúar 2022 15:35 Andrei Menshenin hefur áður boðað til mótmæla við sendiráð Rússa þegar honum misbýður pólitískar ákvarðanir þeirra - en gerir ráð fyrir að fleiri hundruð mæti í dag. Facebook Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. Þegar Andrei Menshenin frétti af innrásinni í morgun kveðst hann hafa fengið áfall. „Bara sjokk. Það var tilfinningin sem ég fékk og líklega hundruðir þúsunda Rússa. Ég er sjálfur aðallega bara vonsvikinn. Maður hefur fylgst með stöðunni alveg frá innlimun Krímskaga 2014 sem blaðamaður. En hvorki þá né fram að þessu óraði mig fyrir því að það kæmi til allsherjarstríðs. Maður hafði bara ekki ímyndunarafl til að sjá það fyrir sér. Þeim mun hræðilegra áfall eru þessar fréttir,“ segir Andrei í samtali við fréttastofu. Andrei er að læra íslensku sem annað mál og hefur verið búsettur hérlendis um árabil. Hér er hann ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.Facebook Andrei telur Vladimír Pútín forseta bera ábyrgð á því að efna til stríðsátakanna. „Rússland hefur sögulega séð verið stórveldi. Á 17. öld, 19. öld og á tímum Sovétríkjanna. Þótt þetta hafi fremur verið raunin hjá kynslóðunum sem á undan fóru, er hugarfar okkar enn þannig að við séum á meðal stórþjóða heims. Þess vegna berum við ábyrgð gagnvart minni þjóðum, ekki síst slavneskum. Það sem við erum að gera núna finnst mér að megi líkja við samskipti innan fjölskyldu þar sem eldri bróðir níðist á yngri bróður. Mér finnst satt að segja erfitt að lýsa þessu með orðum,“ segir Andrei. Frásagnir af árásum Rússa á Úkraínumenn fylla síður hvers einasta vestræna fjölmiðils og hafa gert frá því í nótt. Öðru máli gegnir að sögn Andrei um rússneska miðla, en sagt hefur verið frá því að rússneskur almenningur hefur ekki endilega upplýsingar um að her þjóðarinnar sé að ráðast inn í annað land. „Ég ræddi við móður mína fyrr í dag og hún er í Rússlandi. Hún sagði að í rússneskum miðlum sé lítið að finna um innrásina. Það er bara venjulegur dagur í Rússlandi í dag. Verið að spila tónlist í útvarpinu, spjallþættirnir rúlla áfram og í fréttum er lítið vikið að þessu. Jú, það er sagt frá ákveðnum sértækum aðgerðum við landamærin en alveg án þess að segja frá því sem er raunverulega að gerast. Það eru sjálfstæðir miðlar sem reyna að dekka þetta en þeir ná til svo miklu færri en ríkismiðlarnir.“ Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mótmælin eru boðuð í Túngötu klukkan 17.30. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þegar Andrei Menshenin frétti af innrásinni í morgun kveðst hann hafa fengið áfall. „Bara sjokk. Það var tilfinningin sem ég fékk og líklega hundruðir þúsunda Rússa. Ég er sjálfur aðallega bara vonsvikinn. Maður hefur fylgst með stöðunni alveg frá innlimun Krímskaga 2014 sem blaðamaður. En hvorki þá né fram að þessu óraði mig fyrir því að það kæmi til allsherjarstríðs. Maður hafði bara ekki ímyndunarafl til að sjá það fyrir sér. Þeim mun hræðilegra áfall eru þessar fréttir,“ segir Andrei í samtali við fréttastofu. Andrei er að læra íslensku sem annað mál og hefur verið búsettur hérlendis um árabil. Hér er hann ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.Facebook Andrei telur Vladimír Pútín forseta bera ábyrgð á því að efna til stríðsátakanna. „Rússland hefur sögulega séð verið stórveldi. Á 17. öld, 19. öld og á tímum Sovétríkjanna. Þótt þetta hafi fremur verið raunin hjá kynslóðunum sem á undan fóru, er hugarfar okkar enn þannig að við séum á meðal stórþjóða heims. Þess vegna berum við ábyrgð gagnvart minni þjóðum, ekki síst slavneskum. Það sem við erum að gera núna finnst mér að megi líkja við samskipti innan fjölskyldu þar sem eldri bróðir níðist á yngri bróður. Mér finnst satt að segja erfitt að lýsa þessu með orðum,“ segir Andrei. Frásagnir af árásum Rússa á Úkraínumenn fylla síður hvers einasta vestræna fjölmiðils og hafa gert frá því í nótt. Öðru máli gegnir að sögn Andrei um rússneska miðla, en sagt hefur verið frá því að rússneskur almenningur hefur ekki endilega upplýsingar um að her þjóðarinnar sé að ráðast inn í annað land. „Ég ræddi við móður mína fyrr í dag og hún er í Rússlandi. Hún sagði að í rússneskum miðlum sé lítið að finna um innrásina. Það er bara venjulegur dagur í Rússlandi í dag. Verið að spila tónlist í útvarpinu, spjallþættirnir rúlla áfram og í fréttum er lítið vikið að þessu. Jú, það er sagt frá ákveðnum sértækum aðgerðum við landamærin en alveg án þess að segja frá því sem er raunverulega að gerast. Það eru sjálfstæðir miðlar sem reyna að dekka þetta en þeir ná til svo miklu færri en ríkismiðlarnir.“ Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mótmælin eru boðuð í Túngötu klukkan 17.30.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent